10.5.2009 | 02:22
Haukar bestir
HSÍ hófið var í kvöld og þar fórum við Haukamenn og konur með þó nokkuð af verðlaunum. Ef ég taldi rétt þá áttu Haukar 13 af þeim 31 verðlaunum sem afhent voru.
Í Karlaflokki voru við með 3 leikmenn í liði ársins: Kári Kristján Kristjánsson, Freyr Brynjarsson og Sigurbergur Sveinsson. (Birkir Ívar var ekki valinn þó svo að hann hafi verið valinn 2 sinnum í lið umferðarinnar og í seinna skiptið var hann valinn besti leikmaður umferðarinnar - Óskiljanlegt með fullri virðingu fyrir Ólafi)
Í Kvennaflokki áttum við 2 leikmenn: Ramune Pekarskyte og Hanna Guðrún Stefánsdóttir.
Við áttum þjálfara ársins í bæði karla og kvennaflokki: Aron og Díana.
Hjá konunum fengu eftirfarandi viðurkenningu:
Besti sóknarmaður: Ramune Pekarskyte, Haukum
Háttvísisverðlaun HDSÍ: Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum
Markahæsti leikmaðurinn: Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum (212 mörk)
Besti leikmaður deildarinnar: Hanna Guðrún Stefánsdóttir.
Hjá okkur körlunum fengu eftirfarandi viðurkenningu:
Valdimarsbikarinn: Arnar Pétursson; Tilnefndir voru: Arnar Pétursson, Freyr Brynjarsson og Jónatan Magnússon
Besti leikmaðurinn: Sigurbergur Sveinsson
Við áttum svo tvo leikmenn sem voru tilnefndir sem besti varnamaður en unnu því miður ekki.
Arnar Pétursson og Freyr Brynjarsson
Glæsilegur árangur hjá okkur Haukamönnum og konum.
Að lokum vil ég óska Andra Stefan og konunni hans til hamingju með frumburðinn, en það fæddist drengur í morgun og var hann 17 merkur og 53 cm.
![]() |
Hanna og Sigurbergur best í handboltanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já bara nokkuð góður árangur..stórskrítið að Birkir skuli ekki vera valinn..pólitík ?..með fullri virðingu fyrir Ólafi líka...Verst að Haukastúlkur skyldu ekki halda haus í toppstandi í úrslitakeppninni...til hamingju Andri Stefan og frú með frumburðinn....Áfram Haukar...
Halldór Jóhannsson, 10.5.2009 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.