Íslandsmeistarar 2009 - Haukar.

bikarinnNú er handboltavertíðinni lokið og við Haukamenn tókum flesta titla sem í boði voru.  Byrjuðum að vinna Val í meistarar meistarana í haust. Næsta verkefni var deildinn og þar vorum við klárlega besta liðið. Í ár var svo úrslitakeppni aftur eftir nokkur ár og þar tókum við Val 3-1.

Fyrsti leikurinn var spilaður á Ásvöllum og þann leik hófum við í 6-0 vörn. Sigur vannst á loka sprettinum og við komnir í 1-0. 

Annar leikur einkenndist af atviki sem gerðist í leik 1 þegar Kári braut á Sigga sem varð til þess að hann rifbeinsbrotnaði. Margi vildu meina að Kári hefði gert þetta viljandi en að mínu mati var þetta óheppilegt atvik. Þeir sem þekkja Kára vita að hann er ekki leikmaður sem reynir að meiða menn og hefur hann ekki á að skipa brögðum eins og gamla Mulningsvélin í Val hafði á sínum tíma. Við létum þetta umtal hafa áhrif á okkar leik á meðan Valsmenn komu brjálaðir til leiks og spiluðu fasta vörn eins og við erum þekktir fyrir.  Þessi leikur var í eign Valsmanna meirihlutan af leiknum en við náðum að jafna leikinn eftir að hafa verið undir 23-19 í 24-24 og framlengja þurfti leikinn. Valsmenn unnu svo framlenginguna örugglega. 

Þriðji leikurinn var svo á okkar heimavelli og allt tal um brotið hans Kára var látið til hliðar en ég verð að segja að ummælin hans Fúsa hjálpuðu okkur í undirbúningnum. Í þessum leik spiluðum við 5-1 vörn (besta vörnin :)). Við fórum að spila okkar vörn og vorum fastir fyrir. Valsmenn komust aldrei inn í leikinn og var þetta nokkuð öruggur sigur sem vannst. 

Fjórði leikur var svo í Valsheimilinu og við notuðum það í undirbúningnum að Valsmenn töluðu mikið um 5 leik og virtust gera bara ráð fyrir því að þeir myndu vinna á heimavelli. Við ætluðum að sýna fram á annað og fórum staðráðnir í að klára mótið þar. Við hófum leikí 5-1 vörn og náðum fljótt 4 marka forskoti en undir lok fyrri hálfleiks náðu Valsmenn að minnka muninn í 1 mark eingöngu fyrir tilstilli Heimis Árna, en hann skoraði 3 mörk í röð fyrir Val. Staðan í hálfleik var 15-16 okkur í vil. Í seinni hálfleik héldum við ávallt forskoti en Valsmenn héldu í okkur þangað til að það voru um 12 mín eftir. Í stöðunni 19-20 klúðruðu Valsmenn tækifæri til að jafna leikinn og við gengum á lagið og náðum góðu forskoti 20-24. Í þessari stöðu reyndu Valsmenn að stytta sóknina til að komast aftur inn í leikinn. En við duttum á þessum tímapunkti niður í 6-0 vörn og gjörsamlega lokuðum vörninni ásamt því að Birkir varði nokkra bolta úr dauðafærum. Áður en við vissum af þá vorum við komnir með 9 marka forskot og titilinn í höfn. Lokastaða var svo 8 marka sigur og Íslandsmeistaratitilinn unnin annað árið í röð. 

Fagnað var vel og lengi að Ásvöllum með bestu stuðningsmönnum á landinu Haukum í horni. 

Læt hér fylgja myndbandið sem við horfðum á fyrir þennan leik. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband