The bad boys komnir í úrslit :)

Það var aldrei spurning um hvernig þessi leikur myndi fara. Það voru svo margir hlutir sem bentu til þess. Sem dæmi þá hefur það mjög góð áhrif að fá Jónsa til að hita upp. Fór á leik 2 hjá Grindavík og Kr þar sem  Jónsi hitaði einmitt upp  fyrir Grindvíkingana og viti menn Grindavík vann. Semsagt Jónsi=sigur hjá heimaliðinu. :) 

lidsmyndhaukari veszpremEn að leiknum þá  vorum við vel upplagðir og vörnin var nánast óstöðvandi með Birki Ívar fyrir aftan í fanta formi. Það var jú jafnt í byrjun en í stöðunni 6-5 fyrir okkur þá tók Aron leikhlé og eftir það litum við aldrei til baka. Komumst í 12-6 og svo var hálfleiksstaðan 16-10 okkur í vil. Í seinni hálfleik ætluðum við ekki að láta það koma fyrir eins og gerðist í fyrsta leiknum þar sem við glötruðum niður forskotinu. Við mættum ákveðnir og gengum frá frömmurum. Lokastaðan var 30-21 en þeir höfðu gefist upp þegar 15 mín voru eftir af leiknum. 

Markaskor: Beggi 7, Elli 5, Einar 5, Freyr 4, Andri 3, Addi 2, Kári 2, Tjörvi 1, Gunnar 1

Birkir varði 20 bolta og Gísli 2.

Næsta verkefni er Valur og það er bara tillhlökkun að spila á móti gamla félaginu. Tvö bestu liðin klárlega komin áfram. Áfram KFUM. 

P.s séra Friðrik hlýtur að vera stolltur af félögunum sínum.

Set hér inn Bad boys myndbandið en ég var búin að lofa að setja það inn ef sigur myndi vinnast í kvöld. Njótið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband