20.4.2009 | 23:32
1-1
Jæja við höfðum það í kvöld eftir brösuga byrjun í fyrrihálfleik. Vörnin stóð þokkalega en við gerðum okkur seka um allt of mörg misstök í sóknarleiknum sem varð til þess að þeir náðu hraðupphlaupum ásamt því að við vorum einum færri meiri hlutan af fyrrihálfleiknum á meðan þeir fengu ekki engar 2 mínútur. Staðan í fyrrihálfleik var 12-8 þeim í vil og mega þeir þakka markmanni sínum fyrir það. Í seinni hálfleik byrjuðum við á fullu gasi og náðum vörninni vel í gang og jöfnuðum leikinn 13-13. Þá komust þeir aftur í gang og voru yfir 1 til 2 mörkum þangað til í stöðunni 20-18. Við skoruðum næstu 4 mörkinn og náðum forustu sem við létum ekki af hendi.
Haukaáhorfendur voru frábærir í dag og sýndu okkur þann stuðning sem við þurftum á að halda í seinni hálfleik. Klárlega bestu stuðningsmennirnir.
Næsti leikur er að Ásvöllum á fimmtudaginn og hefst hann kl.19:30 - Mætum í rauðu og förum í úrslit.
Maður leiksins var án efa Gunnar Berg Viktorsson en hann fór á kostum í seinnihálfleik og skoraði 6 mörk og 8 alls. - Gunna í landsliðið -
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já!!!!!
Eins og ég hef sagt, þið eruð langbestir þegar þið spilið fyrir hvern annan, með hjartað á erminni. Til hamingju með frábæran sigur og auðvitað mætum við í rauðu á fimmtudaginn.
Haukakveðja.
Haukamaður (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 10:00
Frábær leikur strákar, húrra fyrir ykkur. Er farin að hlakka til á fimmtudaginn þar sem að sjálfsögðu allir mæta í rauðu í brjálaða gírnum.
Ella Óladóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 11:15
Mér finnst ómögulegt að minnast ekki á þátt Heimis Óla þegar hann kom inní hjarta varnarinnar. Fram skoraði 1 mark á 10 min, og svo síðustu 2 mörk leiksins. Heimir kom gríðalega sterkur þarna inn og lét menn óspart heyra það , frábær innkoma hjá stráknum....
Sverrir R (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.