Fram teknir í kennslustund

SIgurbergur SveinssonÞað var aldrei spurning hvernig úrslit þessa leiks myndu vera. Við byrjuðum með miklum krafti og Fram átti engin svör við vörn okkar í kvöld. Við skoruðum fyrstu 4 mörkinn áður en þeir náðu að setja mark úr víti, en það var eftir 9 mín leik. Staðan í hálfleik var 16-7 okkur í vil. Í seinnihálfleik tóku Framarar 2 menn úr umferð og áttum við í smá strögli í fyrstu sóknunum en vörnin stóð áfram fyrir sínu. Seinni hálfleikur varelli nokkuð jafn en við unnum seinni hálfleikinn líka. Loka staðan var svo 30-20 okkur í vil og toppsætið okkar.

Markaskor: Beggi 9 (8 víti), Elli 6, Freyr 4, Gunnar 3, Tjörvi 3, Kári 2, Andri 2, Stefán 1.

Birkir stóð vaktina  í markinu og varði yfir 20 bolta.

Næsti leikur er gegn FH og það þarf ekki að segja Haukamönnum að mæta á þennan leik. FH er 2-0 yfir. Leikurinn er að Ásvöllum næstkomandi fimmtudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

NÚNA kannast maður við ykkur !

Gamla góða baráttan og leikgleðin komin aftur í liðið og nú er bara að salta FH niður í tunnu í næsta leik.

Haukamaður (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband