Skildusigur í gærkveldi

elliÍ gær mættum við til leiks gegn Víking í Víkinni og unnum þar skildusigur. Leikurinn byrjaði brösulega en við skoruðum ekki fyrstu 5 mín af leiknum. Víkingar leiddu leikinn í upphafi en við náðum að jafna 8-8 og vorum yfir í hálfleik 16-12. Seinni hálfleikurinn byrjaði jafn brösulega hjá okkur og sá fyrri og við skoruðum ekki fyrstu 5 mín. Við settum svo í 3 gír og komumst í 20-14. Þá fórum við aftur í 2 gír og slökuðum á. Við það komust þeir inn í leikinn þó með smá hjálp frá dómurum leiksins sem dæmdu lítið sem ekkert á brot hjá Víkingunum. Að lokum innbyrtu við sigur 25-22.  Næsti leikur er gegn Stjörnunni og verður hann leikinn á heimavelli stjörnunar. 

Samkvæmt mbl.is þá erum við öruggir áfram í deildarbikarinn þar sem FH og Akureyri töpuðu sínum leikjum í gær. Við erum með 12 stig eins og þessi lið. Ef við vinnum Stjörnuna á miðvikudaginn verðum við með 14 stig og líklega í þriðja sæti á eftir Val og Fram. Við megum ekki hleypa Val og Fram of langt frá okkur og því mjög mikilvægt að knýja fram sigur á miðvikudaginn. Fram á eftir Viking og Stjörnuna og ef þeir vinna báða þessa leiki enda þeir í efsta sæti deildarinnar með 16 stig, Valur er með 15 stig og við getum náð eins og áður segir 14 stigum. Fjórða sætið fer svo í hendur HK manna sem eru með 12 stig. 

Elías Már var markahæstur okkar manna með 7 mörk. 

Sigurbergur var ekki með vegna leikbanns og Arnar P ásamt Gísla G voru ekki með vegna meiðsla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband