12.12.2008 | 15:33
Skildusigur í gærkveldi
Í gær mættum við til leiks gegn Víking í Víkinni og unnum þar skildusigur. Leikurinn byrjaði brösulega en við skoruðum ekki fyrstu 5 mín af leiknum. Víkingar leiddu leikinn í upphafi en við náðum að jafna 8-8 og vorum yfir í hálfleik 16-12. Seinni hálfleikurinn byrjaði jafn brösulega hjá okkur og sá fyrri og við skoruðum ekki fyrstu 5 mín. Við settum svo í 3 gír og komumst í 20-14. Þá fórum við aftur í 2 gír og slökuðum á. Við það komust þeir inn í leikinn þó með smá hjálp frá dómurum leiksins sem dæmdu lítið sem ekkert á brot hjá Víkingunum. Að lokum innbyrtu við sigur 25-22. Næsti leikur er gegn Stjörnunni og verður hann leikinn á heimavelli stjörnunar.
Samkvæmt mbl.is þá erum við öruggir áfram í deildarbikarinn þar sem FH og Akureyri töpuðu sínum leikjum í gær. Við erum með 12 stig eins og þessi lið. Ef við vinnum Stjörnuna á miðvikudaginn verðum við með 14 stig og líklega í þriðja sæti á eftir Val og Fram. Við megum ekki hleypa Val og Fram of langt frá okkur og því mjög mikilvægt að knýja fram sigur á miðvikudaginn. Fram á eftir Viking og Stjörnuna og ef þeir vinna báða þessa leiki enda þeir í efsta sæti deildarinnar með 16 stig, Valur er með 15 stig og við getum náð eins og áður segir 14 stigum. Fjórða sætið fer svo í hendur HK manna sem eru með 12 stig.
Elías Már var markahæstur okkar manna með 7 mörk.
Sigurbergur var ekki með vegna leikbanns og Arnar P ásamt Gísla G voru ekki með vegna meiðsla.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 163559
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.