7.12.2008 | 18:39
Bikarkeppninni lokið hjá okkur
Það fór ekki vel í dag þegar við töpuðum aftur fyrir FH í Kaplakrika á stuttum tíma. Leikurinn var jafn á flestum tölum í fyrrihálfleik en FH var yfir 15-13. Í seinni hálfleik náðu fh-ingar 6 marka forustu þegar um 13 mín voru eftir. Við vöknuðum eftir það og náðum að minnka muninn í 1 mark en þar við stóð. Það er ekki hægt að ætlast til að vinna bikarleik og bara spila síðustu 10 mín á fullum krafti. Allt sprakk í lokinn þegar Beggi var tekinn niður og hann komin nánast í gegn. Beggi lét í ljós óánægju sína og þá urðu þónokkrir pústrar og Beggi og Ólafur G hjá FH fengu rautt. Í lokinn þegar menn voru að ganga til búningsherbergja komu áhorfendur og réðust að Begga. Í þeim pústrum áttu gæslumenn hjá fh að koma í veg fyrir. Bikarinn er búin hjá okkur og næsta verkefni er Víkingur í Víkinni. Næsti leikur þessar liða verður í febrúar að Ásvöllum.
Markaskor: Sigurbergur Sveinsson 10, Freyr Brynjarsson og Kári Kristján Kristjánsson 4, Andri Stefan Guðrúnarson 3, Elías Már Halldórsson og Einar Örn Jónsson 2, Pétur Pálsson, Gísli Jón Þórisson og Gunnar Berg Viktorsson 1 hver.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 163559
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frekar dapurt en gef ykkur þó hrós fyrir að koma til baka eftir að hafa lent 6 mörkum undir. Pirrar mig óendanlega að sjá muninn á stemmingu liðana, það er eins og FH-ingar VILJI virkilega vinna leikinn en einhver deyfð yfir Haukamönnum.
Vona að þetta sé bara rugl í mér og að allir séu samstíga í hópnum. Áfram Haukar og við rústum þeim að Ásvöllum í febrúar.
Haukari (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 20:11
Það er ljóst eftir þennan leik hverjir eru með betra lið í firðinum í dag, svo mega menn eins og Gunnar "sleggja" Berg, Kári "rokk" Kristjáns og Arnar Pétursson líta í eigin barm og biðjast afsökunar.. til skammar hvernig þessir menn höguðu sér.
p.s. Skila þvi til Sigurbergs að þetta er karlmannsíþrótt en ekki kellingabolti
Kallinn (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 20:38
Hvaða bull er þetta um Adda?? Gat ekki betur séð en hann hafi verið einn af fáum sem héldu haus undir lokin. Hinir tveir misstu sig hinsvegar og vita upp á sig sökina.
ps, þetta komment um Begga er bara kjánalegt (enda líklega skrifað af kjána)
Haukari (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 21:32
Ég gat ekki betur séð en Arnar Pé. hafi verið að stöðva félaga sína sem misstu sig, ekki vera koma einhverju á hann sem hann á ekki.
En FHingarnir meiga eiga það að þeir voru hungraðri í sigur. Eftir að Arnar meiddist þá var vörnin ekki neitt neitt og okkur Haukamenn vantar sárlega góða vinstrihandra skyttu, það er ekki hægt að ætlast til að Sigurbergur beri sóknina einn. Aðrir verða að líka að stíga fram og gera eitthvað. Andri, Gunnar Berg og fleiri verða að fara að líta í eigin barm og reyna að finna út hvað sé að, þeir voru slappir í dag. Því miður. En það kemur dagur eftir þennan dag, dagurinn í dag var dagur FH.
Til hamingju FH.
Haukafan (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.