Góður sigur gegn HK

elliÞað var alveg ljóst að okkar hálfu að við ætluðum okkur 2 stig í kvöld. Eftir mikla törn undanfarna mánuði þá fengum við góða hvíld um síðustu helgi og því enginSIgurbergur Sveinsson þreyta í mönnum. Í leiknum í kvöld byrjuðu HK-menn betur og komust í 1-3 en þá fórum við í gang og jöfnuðum 5-5 og komust svo yfir 7-5. Forustunni heldum við og í hálfleik var staðan 17-14 okkur í vil. Í seinni hálfleik mættu HK menn tilbúnari en við og náðu að jafna leikinn 19-19 en þá fór Elías Már í gang hjá okkur en hann spilaði í skyttunni í kvöld. Hann setti einhver 4 mörk í röð og við komust í 25-21. HK menn minnkuðu munin í 2 mörk en lengra komust þeir ekki og við sigruðum 33-28. Markahæstur í okkar liði var Beggi með 9 mörk og Elías 5.

Markaskor hjá okkur: Sigurbergur 9, Elías 5, Andri 4, Freyr 4, Kári 4, Einar 2, Stefán 2, Gísli Jón 1, Gunnar 1 og Pétur 1.

Birkri varði 12 og Gísli G 5.

Næsti leikur er stórleikurinn Haukar - FH í Kaplakrika næstkomandi sunnudag og hefst hann kl. 15:30. Við eigum harma að hefna eftir að hafa tapað í deildinni í Krikanum fyrri nokkrum vikum. Nú ætlum við okkur áfram í bikarnum og ég er veit að Haukafólk kemur í rauðu og styður okkur áfram til sigurs.

Áfram Haukar.


mbl.is Haukar höfðu betur gegn HK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband