22.11.2008 | 19:15
3.sætið staðreynd
það var rugl stemmning í Veszprém höllinni í dag. 5100 manns troðfylltu þessa frábæra höll og létu svo sannalega heyra í sér allan tímann. Maður er enn með suð í eyrunum. Það var seinkun á leiknum þar sem þeir létu okkur bíða í röð á meðan Veszprém lagið var látið hljóma. Við þurftum örugglega að bíða í öðru horninu í einhverjar 5 mínútur. Þetta er eins og við myndum láta Haukalagið hljóma og Diddi væri inná að æsa áhorfendur upp, þvílíkt rugl. Eftir lagið kom meistaradeildarlagið og svo loksins fengu liðin að fara inná. Þetta er ekki búið, þegar búið var lesa leikmenn upp og allir búnir að heilsast þá fórum við í hringinn okkar og öskruðum okkur saman og við héldum að leikurinn væri bara að byrja innana 1 mínútu. En nei þá stóðu allir upp og leikmenn Veszprém stóðu í átt að aðalaáhorfendastúkunni og þá byrjaði þjóðsöngur Ungverjar. Maður vissi eiginlega ekki hvað gekk á og við vissum ekki hvort við ættum að standa kyrrir eða hvað.
Jæja loksins byrjar leikurinn og þeir byrjar aðeins betur en við héldum í þá. Við byrjuðum í 3-2-1 vörn en fórum svo niður í 6-0 vörn eftir 12 mín. Í stöðunni 8-7 fóru þeir svo í 16-11 og þar við stóð í hálfleik. Í seinni hálfleiknum héldum við í þá og spiluðum bara vel framanaf. En svo þegar um 5 mín voru eftir og þeir 4 mörkum yfir gerðum við nokkur afdrifarík misstök sem þeir nýttu sér og lokatölur urðu svo 34-25. En eðlilegt hefði verið að tapa þessum leik með minnst 6 mörkum. Þeir voru mjög ánægðir með sinn leik og voru að spila mjög vel með vinstri skyttuna Perez fremstan í flokki ásamt að markmaður þeirra varði marga góða bolta. Hjá okkur var Elías öflugur og setti 5 mörk úr 6 skotum.
Markaskor: Elli 5, Beggi 4, Kári 4, Andri 4,Einar 3, Freyr 2, Pétur 2, Gunnar 1
Lokastaðan í riðlinum er að Flensborg vann, en þeir unnu ZTR Zaporozhye í dag með einu í Úkraínu.
Flensborg 10 stig
Veszprém 8 stig
Haukar 4 stig
Zaporozhye 2 stig.
Við spilum í evrópukeppni bikarhafa og verður dregið næstkomandi þriðjudag. Spilað verður svo í febrúar.
Markahæstu menn Hauka í meistaradeildinni:
Freyr Brynjarsson 25 mörk
Kári Kristján Kristjánsson 25 mörk
Sigurbergur Sveinsson (25 mörk)
Andri Stefan Guðrúnarson 21 mörk
Elías Már Halldórsson 13 mörk
Gunnar Berg Viktorsson 13 mörk
Einar Örn Jónsson 10 mörk
Pétur Pálsson 7 mörk
Gísli Jón Þórisson 4 mörk
Stefán Sigurmannsson 3 mörk
Arnar Jón Agnarsson 1 mark
Arnar Pétursson 1 mark
![]() |
Aron: Slakur lokasprettur hjá okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Getum verið sáttir, náðum því sem sett var upp með, hlakka til að hitta ykkur i næsta leik hér heima, bestu kveðjur úr firðinum:)
Guðjón (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 21:35
Ég er með 25 mörk Freyr.. óíþróttamannsleg hegðun sem þú ert að sýna, vægast sagt.. ég er með 25 mörk í 5 leikjum en þú ert með 25 mörk í 6.. en ef þú ætlar að hafa þetta svona verðuru einfaldlega að eiga það við sjálfan þig.
BEGGI (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 17:16
Það er bara skráð 24 á ehf- síðunni. Ég er ekki búin að vera telja mörkið þín en það er rétt að þú ert bara búin að spila 5 leiki. Gerðir þér upp meiðsli í "kné" til að sleppa við Úkraínu. :)
Freyr (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 14:32
Hahah.. þú ert búinn að viðurkenna þessi mistök ehf manna og kemur síðan með þetta.. ég er samt ánægður fyrir þína hönd, búinn að vera standa þig.
SS
Beggi (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.