Veszprém - Dagur 2

Í dag fengu menn að sofa út en morgunmatur var ekki fyrr enn 9:30. Eftir morgunmat var farið í skoðunarferð að vatni einu hér rétt hjá sem er einn vinsælasti ferðamannastaður hér í Ungverjaland. Kl. 17:30 var svo farið á æfingu í Veszprém Arena.

Þegar heim var komið farið í mat en menn voru mjög spenntir fyrir matnum, en búið var að gefa upp að það biði okkar piparsteik. En sú steik sem boðið var uppá var ekki piparsteik og sumir fengu vægast sagt seiga bita og það hefði verið betra að borða skósóla. En ísinn klikkaði ekki í eftirmatnum.

Núna eru menn að spila "Bling" en það er leikur þar sem tvö lið hlusta á tóndæmi og eiga að svara um flytjanda og lagaheiti. Keppt er uppí 20 stig og þarf að vinna 2 umferðir. Keppendur í kvöld eru Gísli G og Andri Stefan með liðsnafnið The Assassins og Arnar P og Einar með liðsnafnið Elítan. Úrslit urðu þannig að The Assassins unnu 20-14 og 21-19.

Einnig hafa nokkrir leikmenn reynt fyrir sér í leiknum maze en þar er reynt á þolinmæði og nákvæmni keppenda. Fáir hafa náð yfir 4 borð og skora ég á ykkur að prófa þennan leik og látið mig vita ef þið komist yfir 4 borð, því þá eru þið snillingar. Linkurinn er HÉR.

Aron KristjanssonMaður kvöldsins: Aron Kristjánsson fyrir frábær viðbrögð gagnvart maze leiknum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta Maze-dæmi

 Er ennþá að skafa úr nærbrókunum

Haukari (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband