Veszprém - dagur 1

cl 0809 bannerÞá erum við mættir til Veszprém eftir 12 tíma ferðalag. Það er óhætt að segja að þetta ferðalag var mun léttara eftir að sigur vannst á Akureyri í gærkvöldi. Við flugum fyrst til Amsterdam og biðum þar í um 2 tíma. Þaðan flugum við til Búdapest og þar beið okkar rúta sem flutti okkur til Veszprém. Sú rútuferð tók 2 tíma.

Hótelið heitir Betekints Hotels og er mjög flott 4 stjörnu hótel. Þegar við mættum á svæðið tjékkuðum við okkur inn og fórum svo beint á æfingu í Veszprém Arena. Það er hrikalega flottur salur og það er búist við fullu húsi sem er yfir 5000 manns. Morgundagurinn er planaður og er planað að fara í smá skoðunarferð að vatni hér rétt hjá en það er einn vinsælasti ferðamannastaður í Ungverjalandi. Förum svo á æfingu um kvöldið.

Kv. Freyr B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband