15.11.2008 | 17:42
Tap í Úkraínu
Það var ekki burðugur leikurinn í dag hjá okkur. Byrjuðum afleitlega og vorum undir 5-0 á tíma. Í stöðunni 12-5 náðum við að skora 3 í röð og staðan í hálfleik var 12-8. Í seinni hálfleik var jafnt til að byrja með en svo í stöðunni 14-11 fór allt í baklás hjá okkur. Við vorum að spila ágætlega í vörninni og markvarslan var fín en sóknaleikurinn og skotnýtingin var út úr kú. Liðs nýtingin var 33 % 45 sóknir og 15 mörk. Leikurinn endaði svo með 11 marka tapi 26-15. Þeir einu sem nýttu færin sín voru Einar með 4/4 þar af 3 úr vítum og Kári með 5/6 nýtingu, aðrir náðu ekki 40 % nýtingu.
Markaskor: Kári 5, Einar 4, Freyr 3, Pétur 1, Stefán 1, Andri 1.
Birkir spilaði allan leikinn og varði um 20 bolta.
Næsti leikur er gegn Akureyri á miðvikudaginn fyrir norðan.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.