15.11.2008 | 09:37
Komnir til Úkraínu
Þá erum við mættir til landsins sem hefur á að skipa annað mengaðasta svæði í heiminum í dag, Tjernobyl. Hér átti einnig sér stað appelsínagula byltingin um árið.
Við lögðum af stað frá Íslandi kl. 14 á fimmtudeginum og flugum til Köben. Þar var gist á hóteli sem var staðsett niðrí bæ (mjög nálægt Istegade). Um kvöldið fóru menn að fá sér að borða og þá kom berlega í ljós hversu dýrt það er að fara erlendis. Birkir og Einar fóru á Hard Rock og fengu sér hamborgara, kók og bjór. Það kostaði þá 4000 krónur á mann. Það voru ég og Kári sem gerðu bestu kaupin þegar við skelltum okkur á Maccarann en fyrir máltíð borguðum við um 1300 kr.
Morguninn eftir kl. 6:00 að íslenskum tíma lögðum við af stað upp á flugvöll og flugum til Kiev í Úkraínu. Þegar við svo lentum um kl. 11 þurftum við að bíða í smá tíma eftir rútunni. Þegar við svo komum út úr flugbyggingunni þá blasti við okkur rúta ekki ósvipuð þeirri sem er hér að ofan. En sem betur fer fórum við fram hjá henni og beið þá liðsrúta heimamanna sem verður að teljast þokkaleg miðað við rúturnar hér í landi. Það var sjónvarp en það var ekkert dvd heldur var VHS tæki sem virkaði ágætlega en það var engin með spólu með sér. Fundum eina spólu í rútunni en það var leikur Essen og Lemgo frá 2002.
Þessi blessaða rútuferð tók 7 og hálfan tíma með tveimur pissu stoppum og það er óhætt að segja að aldrei hefur undirritaður upplifað eins ógeðslega rútuferð. Vegirnir voru allir holóttir og hossuðum við alla ferðina. Þegar maður svo lagðist upp í rúm um kvöldið leið manni eins og eftir erfiða ferð með Herjólfi, sjóriðan var og er enn til staðar.
Hótelið leit rosalega vel út þegar við mættum á staðinn. Lobbíið var stórglæsilegt og við vorum eins og lítil börn í sælgætisverslun. En svo þegar við fórum út úr lyftunni á 5 og 6 hæð blasti við okkur árið 1976. Þ.e.a.s. gangarnir og herbergin voru síðust tekin í gegn það ár. Það er bara heppni ef þú hittir á heitt vatn í sturtunni og það fengu ég og Gísli G að reyna en köld sturta er svo sem ágæt.
Núna erum við búnir að fara á æfingu í morgun í höll sem er gömul íshokkí höll. Næst á dagskrá er svo leikurinn í dag en hann byrjar kl.15 að íslenskum tíma.
Við leggjum svo af stað í rútuferð dauðans kl.1 nótt að íslenskum tíma þaðan í flug til köben og svo flug heim til Íslands. Við verðum svo komnir heim kl. 22:30. Klárlega ógeðslegasta ferðalag sem hægt er að fara í.
Kv.Freyr B
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 163320
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.