Sigur í bikar

einarjonsÞað vannst öruggur sigur á ÍR í kvöld, þó svo að það hafi ekki byrjað vel. ÍR-ingar komust í 4-0 áður en við náðum að komast í gang. Vörnin var að spila fanta vel þegar við svo byrjuðum leikinn. Við jöfnuðum leikinn 5-5 en 4 af þeim voru vítaköst sem Einar Örn skoraði örugglega úr. Vörnin var eins og áður segir mjög góð í leiknum en við spiluðum 6-0 vörn með Adda og Gunnar í miðju varnar. Gísli G stóð vaktina í markinu í 45 mín og varði mjög vel. Birkir Ívar kom inn á síðustu 15 og varði 5 bolta. Í sóknarleiknum voru það Einar Örn sem var með 12 mörk úr 13 skotum og Stefán Rafn sem skoraðir 6/6. Þeir tveir stóðu upp úr í annars góðum liðssigri.

Næst á dagskrá er utanlandsferð til Úkraníu á fimmtudaginn. Einungis 12 leikmenn fara út og eftir verða Stefán Rafn, Tjörvi og líklega Beggi en hann er eitthvað slæmur í hnéi og var ekki með í kvöld. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband