5.11.2008 | 22:02
4 tapið í deild
Það fór illa í kvöld þegar við fórum í Krikann og sóttum FH heim. Við vorum betri í fyrrihálfleik og vorum yfir 17-14. Í seinnihálfleik komust þeir inn í leikinn og þar áttu dómarar leiksins góðan þátt í því. Því til staðhæfingar eru nokkur atriði sem standa uppúr.
Freyr er rekin útaf vegna þess að hann var ekki 10 cm lengra með stóru tánna þegar við áttum aukakast nokkru fyrir utan puntalínu og hélt ekki einu sinn á boltanum.
Hjörtur fer inn úr horninu og stígur vel á línuna beint fyrir framan nefið á dómaranum og þeir komast yfir.
Þegar 30 sek eru eftir fáum við hraðupphlaup og Andri er komin einn í gegn og annar dómari leiksins dæmir skref á Andra sem var rangur dómur. Innskoti bætt við síðar (En ég skil reyndar dómarann í þessu atviki, þetta leit ekki vel út í fyrstu sjón. En eins og flestir vita þá dæmir dómarinn leikinn og við verðum að fara eftir því.)
Breytt færsla:
(við erum búnir að koma okkar viðbröðum við ummælunum fram og ekki er þörf að hafa hana hér lengur enda telur fulltrúi dómara hana ekki við hæfi.)
Áhorfendur stóðu sig frábærlega og við skuldum þeim miklu meira en við höfum sýnt í deildinni hingað til.
Næsti leikur er gegn Flensborg á laugardaginn og hefst sá leikur kl.19:30. Eftir leikinn verður matarboð með leikmönnum liðanna og býðst öllum sem vilja að koma á þann viðburð. Við strákarnir erum með miða til sölu og fer ágóðinn í að safna fyrir þátttöku í meistaradeildinni en eins og flestir vita hefur kostnaðurinn hækkað mikið síðasta mánuð vegna efnahagsástandsins. Endilega ef þið viljið líta goðin í Flensborg (og Haukum) augu þá endilega talið við okkur. Miðinn kostar 4000 kr í matinn en á leikinn og matinn þá kostar 5000 kr.
Áfram Haukar.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Andri Stefan tekur 4 skref .
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4398333/9
sss (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 23:06
Nei er með þetta og er búin að horfa á þetta mörgum sinnum. Hann dripplar og tekur upp boltann er þá með hægri fótinn niðri og þá telst það ekki sem eitt skref. Svo stígur hann í vinstri - hægri - vinstri og skorar.
Freyr (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 23:15
hann tók hugsanlega þessa vinstri hægri vinstri en skoraði ekki þar sem dómarinn dæmdi ekki mark, lífið er erfitt en fiskur er hollur.
Hilmar Ægir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 23:59
Það er rétt hjá þér Hilmar Ægir, þetta liggur oftast hjá niðurstöðu dómara. Þetta er búið og gert. Skil reyndar dómararan í þessu tilviki, þetta lítur ekkert ekki vel út í fyrstu sjón. Dómarar gera mistök eins og leikmenn og við gerðum þau mörg í þessum leik.
Freyr (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 08:11
Sælir
Súrt að tapa þessu en svona er boltinn víst. Aron er vissulega frábær leikmaður(mun betri en maður hélt) en ég verð að segja það að frægir varnarmenn og tuddarar sýndu barninu ALLTOF mikla virðingu.
Menn virkuðu einfaldlega lafhræddir við hann. Ég er ALLS ekki að meina að slasa drenginn en hvað varð um gamla góða "velkominn í úrvaldsdeild,velkominn í grannaslag" hugarfarið? Láta hann amk hafa fyrir þessu.
Ég treysti því að þið leikmenn skiljið hversu miklu þessir leikir skipta okkur stuðningsmenn og mætið í heimaleikinn á móti FH gjörsmalega brjálaðir og SALTIÐ þá.
Haukakveðja
BG
Haukamaður (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 12:44
http://hsi-domarnefnd.blog.is/blog/hsi-domarnefnd/
lesið þetta
SR (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.