26.10.2008 | 18:51
Komin tími á deildarsigur
Það kom ekkert annað en sigur til greina í dag þegar Víkingar komu í heimsókn til okkar Haukamanna. Við leiddum allan leikinn og vorum yfir í hálfleik 18-14. Í seinnihálfleik spiluðum við flotta vörn og Gísli G var
flottur í markinu. Leikmenn komu klárir til leiks og menn sem komu inn af bekknum voru tilbúnir til að nýta sínn sjéns. Leikurinn endaði svo með því að við rótbustuðum Víkinga með 14 marka mun 37-23. Beggi var með 8 mörk, Stebbi "P" og Einar Örn með 6. Kári var öflugur í fyrrihálfleik og Gísli Guðmunds stóð vaktina allan leikinn í rammanum og varði einhverja 25 bolta.
Næsti leikur er gegn fh í Kaplakrika á miðvikudaginn 5.nóvember. Þetta verður án efa hörkuleikur en FH-ingar hafa verið á góðri siglingu undanfarið og verma nú efsta sætinu í deildinni ásamt Val og Akureyri.
p.s. Andri Stefan spilaði sinn 300 leik fyrir Haukana í kvöld. Til hamingju með það Andri.
![]() |
Haukar hristu af sér slenið og burstuðu Víking |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.