Upp á bak

toilet aboutJæja, hvað er hægt að segja eftir svona frammistöðu annað en að biðja þá áhorfendur sem mættu afsökunar. Við vorum aldrei með í þessum leik og Valsararnir gjörsamlega gengu frá okkur. Sóknarleikurinn hjá okkur var hrein hörmung en Valsararnir voru líka að spila hörku vörn. Það reyndi lítið á varnaleik okkar í fyrrihálfleik þar sem þeir skoruðu meiri en helming marka sinna úr hraðupphlaupum en við hentum boltanum trekk í trekk beint í hendurnar á þeim. Staðan var 21-8 í hálfleik. Í seinnihálfleik var smá bæting enda ekki annað hægt en þó vorum við mjög slakir þó svo að við hefðum unni seinnihálfleik með 1 marki.

 

Næsti leikur er í meistaradeildinni á sunnudaginn og svo eigum við leik við Fram næst í deildinni einnig á heimavelli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlaði að fórna próflestri fyrir þennan leik en ákvað í hálfleik að fara bara heim í bækurnar.

ALDREI séð ykkur svona lélega og er búinn að mæta á 95% leikja Hauka frá 1985. Getur ekki annað en skánað að mínu mati.

Haukakveðja

BG

Haukamaður (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband