10.10.2008 | 15:59
Stóðum í stórliðinu Flensborg
Í gær mættum við hinu geisi sterka liði Flensborg í Campushallen í þýskalandi. Margir höfðu fyrirfram haldið að þeir myndu ganga yfir okkur og það er ekki óalgengt að þeir vinni sterk lið með 10+ mörkum á sýnum heimavelli. Það var mögnuð upplifun að spila leik gegn svon gríðalega sterku liði sem hafði um 6500 áhorfendur í sínu horni og við hefðum hæglega getað látið sýninguna
fyrir leikinn og stemmninguna í húsinu hafa áhrif á okkur, en við létum það ekki trufla okkur. Leikurinn byrjaði með marki frá þeim og við jöfnuðum strax aftur og þannig hélt það áfram. Við fengum mark á okkur í nánast hverri vörn en við svöruðum alltaf til baka og eftir 15 mín fór vörnin aðeins að vinna á og við gengum á lagið og náðum 3 marka forustu 9-12. Á þessum tímapunkti heyrðist ekki í áhorfendum nema þá Haukamönnum en það voru um 30 manns mættir til að styðja við bakið á okkur. Það var svo þarna sem við misstum leikmenn útaf og vorum meira og minna einum færri. Þeir náðu að jafna 13-13 og svo náðu þeir 5 marka forustu þegar við misstum enn ein manninn útaf og staðan í hálfleik var 19-14 þeim í vil.
Í seinni hálfleik héldum við áfram góðri baráttu og markvarslan kom aðeins inn, en hana vantaði alveg í fyrrihálfleik. Þeir náðu oftar en einu sinni 6 marka forustu en við náðum alltaf að minnka það niður og í stöðunni 30-27 skoraði Andri fullkomnlega löglegt mark en á einhvern óskiljanlegan hátt þá dæmdu lélegir dómarar leiksins SKREF og þeir í sókn og við missum mann útaf. Lokatölur urðu svo 35-29. Við getum svo sannalega gengið stolltir frá þessari frammistöðu og sýndum að það er allt hægt í þessum bolta og nú er bara spurning hvort okkar heimavöllur geti skilað okkur stigi gegn Vesprem eða Flensborg.
Það voru margir að spila vel í þessum leik. Kári setti 7 mörk úr 7 skotum og Beggi var góður í fyrrihálfleik og var með 5 mörk alls. Freyr og Gunni spiluðu vel og settu 4 mörk hvor. Andri Stefan steig upp í seinnihálfleiknum og hélt okkur á floti með 5 mörkum og 6 mörkum alls. Elías nýtti sín færi vel og setti 3 mörk. Arnar Pétursson var einnig
öflugur í vörninni.
Næsti leikur er gegn Val í deildinni næstkomandi miðvikudag og svo mæta Vesprem í heimsókn helgina eftir.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 163556
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir að skipuleggja skotárás
- Ástralar liðka fyrir notkun vélmenna
- Fara fram á tveggja og hálfs árs dóm yfir Gjert
- Enn óvíst hvort Pútín mæti til friðarviðræðna
- Trump rýmkar löggjöf um gerviefni í drykkjarvatni
- Kennsluvél japanska hersins hrapaði
- Fækka starfsmönnum vegna aðgerða Trumps
- ESB skorti gagnsæi
- Frakka vilja kæfa efnahag Rússlands
- Trump lentur í Katar
Athugasemdir
Takk fyrir síðast, þetta var einstök upplifun að vera á staðnum, frábær leikur, hlakka til að hitta ykkur á miðvikudaginn.
Bestu kveðjur frá okkur öllum í Köben,
Guðjón (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.