5.10.2008 | 20:31
Frábær liðssigur í dag
Það var öllu tjaldað að Ásvöllum í dag þegar Zaporozhye kom í heimsókn í meistaradeildinni. Dúkur á gólfinu, bein útsending, slatti af áhorfendum og sigur á loka mín leiksins. Hvað er hægt að biðja um meira.
Leikurinn byrjaði ekki byrlega hjá okkur en við vorum þó ekki langt frá þeim. Þeir voru yfirleit 1-2 mörkum yfir í fyrrihálfleik en svo náðu þeir 4 marka forustu rétt fyrir hálfleik og staðan í hálfleik var 13-17 þeim í vil. Við ætluðum ekki að láta þetta lið koma hingað og láta þá rassskella okkur á heimavelli okkur. Ekki byrjaði seinnihálfleikurinn eins og við óskuðum en þeir skoruðu 3 fyrstu mörkin og staðan orðin 13-20. Það var þarna sem menn vöknuðu af værum blundi og fóru að spila fanta vörn sem skilaði sér í ódýrum hraðupphlaupum og mörk úr öðru tempói. Áður en maður vissi af þá var staðan orðin 21-19 og svo 22-22. Þeir skoruðu svo næstu tvö mörk en í stöðunni 25-23 urðum við einum færri og í staðinn fyrir að missa móðinn þá héldum við áfram pressunni. Við tókum örvhentu skyttuna þeirra út einum færri og það slóg þá út af laginu og við skoruðum síðan síðustu 3 mörk leiksins og unnum leik sem var í raun tapaður. Ótrúlegur sigur og 2 stig komin í hús.
Markaskorara: Freyr 4, Beggi 4, Elli 3, Kári 3, Gísli Jón 3
Birkir varði um 10 skot og komu þau flest öll í seinnihálfleik.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.