1.10.2008 | 22:25
Tap í kvöld
Það fór ekki vel í kvöld hjá okkur haukamönnum þegar við heimsóttum HK menn í Kópavoginn. Við byrjuðum í 6-0 vörn og vorum bara að spila góða vörn með Birkir Ívar í essinu sínu fyrir aftan. Við komumst í 9-6 en þá byrjuðum við að gefa eftir og leyfðum þeim að komast aftur inn í leikinn í staðinn fyrir að halda áfram og skilja þá eftir. Þeir jöfnuðu leikinn 9-9 og staðan í hálfleik var svo 11-11. Við fórum illa með einhver 4-5 dauðafæri í fyrrihálfleik. Í seinnihálfleik var jafnt á öllum tölum en við vorum að spila mjög illa í sóknarleiknum og misstum boltann allt of oft ásamt því að klúðra einhverjum 4 dauðafærum í viðbót. Þó svo að við værum að spila illa þá vorum við inni leiknum nær allan tímann, það var ekki fyrr en við létum reka okkur útaf fyrir klaufa brot að þeir náðu tveggja marka forustu alveg undir lokinn og kláruðu leikinn. Við vorum að klárlega að spila okkar lélegasta leik í langan tíma í deildinni en við verðum klárlega tilbúnir næst þegar við mætum HK.
Bestu í okkar liði í dag var Birkir Ívar en hann varði um 22 bolta.
Beggi skoraði 8 mörk, Andri 4, Kári 2, Gunnar 2, Arnar Jón 2, Elías 2, Einar Örn 2, Freyr 1
Næsti leikur hjá okkur er í Meistaradeild Evrópu á sunnudaginn kl. 16.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.11.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 163333
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.