Norðanmenn sigraðir

SIgurbergur SveinssonGóður sigur vannst í dag gegn liði Akureyrar. Við byrjuðum af krafti og náðum 7 marka forustu um miðjan fyrrihálfleik 10-3.  Við spiluðum mjög öfluga 5-1 vörn og þeireinarjons áttu fá svör við henni. Þeir komust aðeins inn í leikinn þegar við vorum einum færri og minnkuðu muninn í 17-13 þegar stutt var eftir til hálfleiks. Við náðum að setja eitt fyrir hlé og staðan því 18-13 fyrir okkur í hálfleik. Í seinnihálfleik byrjuðu Akureyringar betur en fljótlega jafnaðist leikurinn út og við héldum 4 til 5 marka forustu þangað til að þegar um 5 min voru eftir, en þá settu við í næsta gír og náðum mest  10 marka forustu. Loka tölur urðu svo 37 - 28 Haukamönnum í vil.

Öruggur sigur í höfn og næsti leikur verður gegn HK í Digranesinu á miðvikudaginn.

Markahæstu menn: Sigurbergur 8, Einar 6, Freyr 4, Arnar Jón 4, Gísli Jón 4,Kári 3, Gunnar Berg 3, Andri 2, Hafsteinn 2, Tryggvi 1.

Gísli G stóð í rammanum í dag og varði 19 bolta.

p.s. Haukar vinna, Liverpool vinnur og keflavík varð ekki meistari - fullkominn dagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband