27.9.2008 | 21:12
Norðanmenn sigraðir
Góður sigur vannst í dag gegn liði Akureyrar. Við byrjuðum af krafti og náðum 7 marka forustu um miðjan fyrrihálfleik 10-3. Við spiluðum mjög öfluga 5-1 vörn og þeir
áttu fá svör við henni. Þeir komust aðeins inn í leikinn þegar við vorum einum færri og minnkuðu muninn í 17-13 þegar stutt var eftir til hálfleiks. Við náðum að setja eitt fyrir hlé og staðan því 18-13 fyrir okkur í hálfleik. Í seinnihálfleik byrjuðu Akureyringar betur en fljótlega jafnaðist leikurinn út og við héldum 4 til 5 marka forustu þangað til að þegar um 5 min voru eftir, en þá settu við í næsta gír og náðum mest 10 marka forustu. Loka tölur urðu svo 37 - 28 Haukamönnum í vil.
Öruggur sigur í höfn og næsti leikur verður gegn HK í Digranesinu á miðvikudaginn.
Markahæstu menn: Sigurbergur 8, Einar 6, Freyr 4, Arnar Jón 4, Gísli Jón 4,Kári 3, Gunnar Berg 3, Andri 2, Hafsteinn 2, Tryggvi 1.
Gísli G stóð í rammanum í dag og varði 19 bolta.
p.s. Haukar vinna, Liverpool vinnur og keflavík varð ekki meistari - fullkominn dagur.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 163560
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.