Hauka sigur í kvöld

Gísli GuðmundssonÞað var hörkuleikur sem fór fram í Laugardalshöllinni í dag þegar við Haukamenn mættumValsmönnum um titilinn meistarar meistarana. Leikurinn byrjaði rólega og lítið var skorað fyrstu mínutunar. Við leiddum mest af fyrrihálfleik en staðan var svo 10-10 þegar kom að hléi. Í seinnihálfleik var þetta áfram mikil barátta og um miðjan seinnihálfleik voru Valsmenn einu yfir en við hleyptum þeim ekki of langt í burtu. Gísli Guðmundsson var í markinu hjá okkur allan leikinn og stóð sig frábærlega. Það er honum að þakka að við misstum ekki Valsmenn of langt frá okkur. Þegar um 7 mín voru eftir náðum við 2 marka forskoti og það var nóg til að Valsmenn fóru í ótímabær skot og við bættum svo við og unnum með 4 mörkum 25-21. Eins og áður segir þá var Gísli G okkar besti maður og svo sannalega betri en enginn í rammanum. Gísli Jón var einnig öflugur í sókninni ásamt að Einar Örn nýtti öll 5 vítaskot sín í leiknum. Annars var liðsheildin góð, vörnin stóð fyrir sínu og markvarsla fylgdi í kjölfarið. Næsti leikur er í deildinni gegn Stjörnunni 20.sept að Ásvöllum. 

Markaskor:

Gísli Jón 5, Einar Örn 5, Kári 4, Elli 3, Freyr 2,Hafsteinn 2, Arnar Jón 2, Andri Stefan 2

Gísli G varði eitthvað um 20 bolta og Birkir kom inn á og varði eitt víti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband