Meistaradeildinn framundan

Þá er það klárt við erum á leið í meistaradeildina og mætum þar meðal annars Flensborg og Vestprem.

Leikurinn í kvöld var jafn í upphafi en fljótlega náðum við ágætu forskoti. Við byrjuðum í 5-1 vörn og spiluðum hana mestan hluta af fyrri hálfleik. Duttum niður í 6-0 vörn undir lok fyrrihálfleiks. Staðan var 18-13 okkur í vil í hálfleik. Í seinni hálfleik byrjuðum við illa alveg eins og í fyrri leiknum og eftir 40 sek voru þeir búnir að skora 2 mörk og við missa einn mann útaf í 2 mín. Við héldum þeim þó frá okkur. Um miðjan seinniháfleik var staðan 25-17 okkur í vil en þá slökuðum við á klónni og þeir minnkuðu muninn í 3 mörk, loka staðan var svo 34-30 okkur í vil og meistaradeildar sæti staðreynd.

Kýpur menn mega eiga það að þeir eru seigir og gefast ekki upp. Miðjumaðurinn hjá þeim var með 10 mörk og er mjög góður leikmaður með góðan leiksskilning. Næstur í markaskori hjá þeim var gormurinn nr.8 í vinstri skyttunni með 6 mörk.

Vörnin hjá okkur var mjög góð langt framan af leik og eigum við bara eftir að verða betri varnalega. Markvarslan getur verið betri og það er alveg klárt að við eigum helling inni á þeim bænum.

elliMarkaskorið hjá okkur: Elías 6, Beggi 6, Einar Örn 5, Kári 4, Freyr 3, Andri 3, SIgurbergur SveinssonArnar Jón 3, Gísli Jón 3 og Gunnar Berg 1.


mbl.is Haukar komust áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"þú skalt alltaf hvetja þína'en elsku vinur sorry stína, þessir rauðu verða alltaf bestir!!" :D

mbl (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband