6.9.2008 | 19:09
Kreistum fram sigur gegn Kýpur College
Við náðum að kreista út sigur gegn Kýpur College 31-30 í kvöld og náðum við að skora sigur markið rétt fyrir leikslok en það var Gísli Jón sem skoraði það mark.
Við byrjuðum leikinn vel og komust í 4-1. Við byrjuðum í 5-1 vörn og gekk hún ágætlega. Mest komust við í 10-5 en þá fórum við að hiksta. Reynt var að dreifa álaginu í fyrri hálfleik og spiluðu allir leikmenn í fyrrihálfleik. Staðan í fyrrihálfleik var svo 15-12 okkur í vil. Í seinnihálfleik lentum við nokkuð oft að vera einum færri og þeir jöfnuðu leikinn 15-15. En við náðum að komast aftur í 2 til 3 marka forustu en þeir náðu alltaf að jafna aftur. Undir lok leiksins unnum við boltann þegar ein mín var eftir og við einu yfir en hentum boltanum frá okkur og þeir náðu að jafna þegar um 20 sek voru eftir. Gísli Jón skoraði síðan úrslitamarkið þegar 4 sek voru eftir úr hægra horninu.
Kýpverska liðið er alveg ágætt lið en við eigum að gera betur og vinna þá á morgun. Miðjumaðurinn hjá þeim var mjög öruggur í vítunum og skoraði einhver 6 víti og samtals 8 mörk. Við spiluðum lélega 6-0 vörn og línan fékk allt of oft opið færi og setti hann ein 6 mörk. Að lokum eiga þeir einn gorm í vinstri skyttunni og var hann einnig með 6 mörk.
Hjá okkur skoraði Freyr 6, Beggi 5, Einar 4 og Gunnar Berg 4
Næsti leikur er á sama tíma annað kvöld og með sigri þar förum við í meistaradeildina. Við sýndum engan vegin okkar leik í kvöld og eigum helling inni. Hitinn tók mikið af okkur en núna erum við reynslunni ríkari og mætum tilbúnir annað kvöld.
![]() |
Naumur sigur Hauka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 163663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.