Haukamenn í hitanum

Cyprus2Þá erum við mættir til Kýpur og búnir að taka tvær æfingar hér í hitanum. Fyrsta æfingin var í íþróttahúsi háskólans hér í Kýpur og þar spila þeir yfirleitt heimaleikina sína. Ungir gerðu góða hluti þar og unnu eldri í fótbolta sinn 4 sigur í einhverjum 20 leikjum. Á seinni æfingunni fórum við á æfingu í höllinni þar sem leikirnir verða spilaðir, þetta er þeirra Laugardalshöll. Þar mættu eldri sterkir til leiks og unnu sinn fyrsta leik á erlendi grundu.

Hótelið er ekkert til að hrópa húrra fyrir en það er þó loftræsting á herbergjum ásamt ísskápi og sjónvarpi. Svo má ekki gleyma þráðlausa internetinu. Það eru þó ekki allir svo heppnir því þeir Gísli Jon og Beggi lentu í herbergi þar sem loftkælingin er biluð, þannig að þeir fá eiginlega enga heimsóknir. Svo lentu Gunnar Berg og Addi P í smá veseni með lyftuna. Lyftan tók sér smá pásu þegar þeir voru á leiðinni niður í gær, þannig að menn eru ekkert að nota lyftuna rosalega mikið núna. Annar erum við bara í góðum fíling hér á Kýpur og farnir að hlakka til leiksins á morgun sem verður leikinn kl. 16 að íslenskum tíma en 19 að staðartíma.

Kveð í bili. FB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband