30.8.2008 | 19:45
FH-ingar kjöldregnir
Það var mikil spenna í hafnarfirði fyrir leik Hauka og FH. Fyrsti úrslitaleikur þessara liða í langan tíma. Við spiluðum 5-1 vörn gegn þeim og gekk það mjög vel. Við haukamenn höfðum yfir 15-10 í hálfleik og áttu þeir engin svör við henni ásamt að Birkir varði vel í markinu. Í seinni háfleik héldum við áfram að spila vel og FH átti engan sjens. Mest náðum við 16 marka forustu. Eina markverða í seinnihálfleik var að Elli fékk að líta beint rautt spjald og fyrir hönd sektarsjóðsins þá þakka ég hans framlag í sjóðinn:). Lokatölur leiksins urðu svo 36-22. Fyrsti titilinn því komin í hús hjá okkur haukamönnum.
Eftir leikinn var valið í lið mótsins og þar áttum við 3 leikmenn. Elías í hægra horni, Beggi í vinstri skyttu og Birkir Ívar í markið. Óskum þeim til hamingju með þessa viðurkenningu. Birkir Ívar var svo valinn besti leikmaður mótsins.
Markaskor: Kári 5/6, Beggi 5/10, Gunnar Berg 4/4, Einar Örn 4/6, Andri 4/7, Gísli Jón 3/3, Pétur 3/4, Elli 2/2, Hafsteinn 2/2, Tryggvi 2/4, Arnar Jón 2/5.
Birkir varði 13 skot og Gísli G 8 skot.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.