29.8.2008 | 22:16
Úrslitaleikur á morgun: Haukar-FH
Í kvöld spiluðum við gegn Val. Við byrjuðum vel og náðum 4 marka forskoti 6-2 en þá tóku Valsmenn leikhlé og mættu betri til leiks og náðu
að jafna leikinn. Staðan var svo jöfn á öllum tölum þó vorum við alltaf 1 skrefi á undan og í hálfleik var staðann 13-12 okkur í vil. Í seinniháfleik hélt þetta baráttan áfram en þegar 10 mín voru eftir náðu Valsmenn 3 marka forskoti 16-19. Þetta var til þess að við vöknuðum af værum blundi og eftir að Aron hafði tekið leikhlé í þessari stöðu fóru menn í gang. Á þessum 10 mín sem eftir voru skoruðum við 8 mörk gegn 2 mörkum Valsmanna. Við unnum því þennan leik 24-21.
Markaskor: Kári 5, Beggi 5. Gísli Guðmund stóð vaktina mest allan leikinn og varði um 9 skot.
Næsti leikur er gegn FH á morgun kl. 16. FH-ingar töpuðu í kvöld gegn danska liðinu Nordsjælland. FH var yfir í fyrrihálfleik og voru mjög sprækir. En danirnir komu sterkari til leiks í seinni hálfleik og unnu 29-24. FH hefur á að skipa mjög ungu og spræku liði ásamt að hafa Gumma P og Magga Sigmunds með þeim. FH-ingar eiga án efa eftir að stríða mörgum liðum í vetur.
Á morgun verður hörkuleikur þegar Haukar og FH mætast en sigurvegari úr þessum leik sigra Hafnarfjarðarmótið 2008. Nú er lag hjá hafnfirðingum að mæta og sjá fyrsta alvöru hafnarfjarðarslaginn í langan tíma.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Smá athugasemd við fína umfjöllun, Birkir kom í markið þegar ca 10 mín voru eftir af leiknum og varði að ég held ein 6 - 7 :) Kemst því miður ekki í dag, en baráttukveðjur og áfram HAUKAR
Guðjón (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 12:54
ja, ég veit Guðjón. Ég nennti bara ekki að skrifa um hann. Hann sendir ekki nógu oft í hornið til mín. :)
Freyr (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.