28.8.2008 | 22:40
Úrslit eftir dag 1 í Hafnarfjarðarmótinu
Í kvöld tókum við á danska liðinu Nordsjælland og við haukamenn byrjuðum vel. Vörnin var góð og markvarsla fylgdi með. Við náðum mest 6 marka forskoti 12-6 í fyrrihálfleik. Staðan í hálfleik var svo 15-10 okkur í vil. Í seinni hálfleik breyttu þeir fljótlega um vörn og spiluðu 3-3 vörn og við lentum í smá bastli með það en náðum þó að halda þeim frá okkur. Það fengu flest allir að spreyta sig hjá okkur nema kannski Arnar Jón en um leið og hann kom inná þá breyttu þeir í 3-3 vörnina en það hentar honum betur að spila á móti 6-0 vörn. Þeir hafa greinilega fengið myndbandið af fyrriháfleik gegn Hammerby um síðustu helgi. Loka staða varð svo 26-23 haukamönnum í vil.
Næsti leikur er gegn Val á morgun kl.18 að Strandgötu. Valsmenn fóru illa útúr viðureign sinni í dag en þeir skíttöpuðu gegn FH. Maggi Sigmunds fór á kostum, eða það hlýtur að vera. Sá reynda ekki leikinn en þar sem Maggi er bestur í FH hlýtur hann að hafa lokað rammanum. :)
Markaskorarar hjá okkur í kvöld:
Pétur 5, Beggi 4, Einar 3, Freyr 3, Kári 2, Tryggvi 2, Andri 2, Gunnar Berg 2, Hafsteinn 2 og Elli 1.
Birkir stóð vaktina í rammanum og átti stórleik með 19 varða bolta.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.