9.8.2008 | 20:37
ÓL 2008 á Ásvöllum
Í dag fór fram svokallað Ólympíuleikar 2008 hjá okkur í handboltanum. Þetta var vægast sagt hið mesta púlæfing sem undirritaður hefur tekið þátt í. Dagurinn byrjaði á 2 tíma massívri æfingu kl. 10. Eftir það var sameiginlegur matur. Þar skipti þjálfarinn í 4 lið sem áttu að vera lið frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Mótið byrjaði svo kl. 14 og lauk ekki fyrr enn um 18 leitið.
Íslenska liðið var skipað eftirtöldum:
Birkiri Ívari, Gísla G, Tóta og Jónatani.
Dansk liðið var skipað eftirtöldum:
Arnari P, Ella, Begga og Pétri
Sænska liðið var skipað eftirtöldum:
Gunnari Berg, Tryggva, Gísla Jóni og Einar Erni
Norska liðið var skipað eftirtöldum:
Frey, Kára, Aroni Rafni og Andra
Keppt var í bandý, hástökki, kúluvarpi, fótbolta og sundi. Þegar búið var að telja saman stigin í þessum greinum þá voru það Norðmenn sem leiddu keppnina.
Að lokum var svo keppt í að syngja þjóðsöngva þessara landa. Fór það fram heima hjá Arnari P. Þar fóru Danir með sigur á hólmi með rapp útgáfu af þeirra þjóðsöng samið af Begga Rapp.
Lokastaðan var því eftirfarandi:
Danir með 18 stig
Norðmenn og Svíar með 17 stig
Íslendingar ráku svo lestina með 13 stig. Þeim til björguna þá jöfnuðu þeir besta árangur Íslands á Ólympíuleikunum þegar Íslenska landsliðið varð í 4 sæti á ÓL 1992. Til hamingju Ísland.
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.