Óvissuferðin 2008

Hin árlega óvissuferð hjá okkur í meistaraflokki karla var í gær laugardag. Menn hittust kl. 10 að Ásvöllum og þaðan var lagt af stað með rútu í óvissuna. Reyndar var einn leikmaður sem ekki náðist í, en hann gisti ekki heima hjá sér nóttina áður. Halldór Ingólfsson og Jón Karl Björnsson voru skipuleggjendur þessarar ferðar. Mætingin var líklega sú lélegasta í ára raðir. Við vorum 15 sem fórum en það vantaðir hátt í 10 manns. En aftur að óvissunni þá fékk Halldór að velja kajak róður á Stokkseyri, en þetta hefur honum langað að prófa í 8 ár. Til að gera langa sögu stutta þá var kajak róðurinn ekki að gera sig. Eftir sjóróðurinn þá fóru menn í sund á Stokkseyri og svo í góðan mat í Töfragarðinum sem er einmitt staðsettur á Stokkseyri. Þar hittu okkur tveir leikmenn og annar þeirra var sá sem svaf yfir sig og fékk hann stúlkuna sem hann gisti hjá nóttina áður til að skutlar sér á Stokkseyri!!!!

paintballpeteEftir góðan mat var lagt af stað aftur í bæinn og næsti viðkomustaður var Paintball og þvílíka snilldin sem það var. Skipt var í eldri vs yngri og voru spilaðir 8 leikir. Eldri unnu að sjálfsögðu öruggan sigur 7-1. Refsingin fyrir tapliðið var að velja einn úr þeirra röðum og hann var settur í kanínubúning sem var þarna á lager og við í eldra liðinu fengum að skjóta hann að vild með þeim kúlum sem við áttum eftir. Fórnalambið var Pétur Páls enda hafði hann mætt allt of seint í óvissuferðina og fékk þarna að kenna á því svo um munar að það sáust góð ummerki á bakinu hans.Devil

Pétur PálssonEftir að þessari skemmtun lauk um 18 leitið, þá fóru menn heim og skiptu um föt. Kl. 20 hittust menn svo heima hjá Jón Karli þar sem grillaðar voru steikur í mannskapinn og horft var á Eurovison í 50 tommu snjónvarpi. Kl. 23 kom svo rúta og sótti okkur og keyrði niðrí bæ. Svo er spurningin bara hvort Pétur hafi ratað heim til sína að þessu sinni?!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sjóróður.....   hahaha

Klassi Dóri

SS

(Hefði verið gaman að heyra um 99 marka manninn Frey í kanínubúning)

Beggi (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 10:53

2 identicon

Er væskillinn að rífa sig, hvernig væri að láta sjá sig. Það er ekkert að þér Beggi, hættu þessu væli 91 markamaður.

Kv. (100 marka maðurinn) 

Freyr (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband