HK-Haukar: Síðasti leikurinn

Þá er komið að síðasta leik okkar í vetur. Þessi leikur skiptir engu um lokastöðu í deildinni. Við erum og verðum Íslandsmeistarar og HK verður í öðru sæti. Við ætlum okkur sigur í þessum leik og enda þetta tímabil með glans. Við getum endað deildina með 11 stiga forskoti eða 7 stigum, klárlega er betra að rústa deildinni með 11 stigum. Leikurinn fer fram í Digranesi kl. 14 í dag.

Nú orðið er engin umfjöllun um leiki deildarinnar og ég skil ekki afhverju blöðin geta ekki klárað dæmið til enda þó svo að úrslit deildarinnar séu ráðin. Það vantar alveg markaskorara í undanförnum 2 leikjum á netsíðum mbl og vísi, þeir eru greinilega ekki að mæta á svæðið.

diddiEn það er alveg ljóst að HSÍ þarf á fjölmiðlafulltrúa til starfa hjá sér. Spurning um að HSÍ íhugi þetta fyrir næsta tímabil. Ég er með mann í þetta en hann heitir Sigurjón Sigurðsson a.k.a Diddi. Hann hefur verið að ganga í ýmis störf fyrir HSÍ undanfarið eins og að stjórna fundinum þegar Gummi Gumm var kynntur og svo var hann lýsir í deildarbikarnum. Þarna er maður sem kann að koma málum á framfæri og myndi verða til þess að lyfta handboltanum á hærra plan næsta vetur. Einar, tjékkaðu á þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband