24.4.2008 | 20:01
6 Íslandsmeistaratitlar á 8 árum.
Tekið af heimasíðu hauka. www.haukar.is
Í dag, fimmtudaginn 24. apríl 2008, eru liðin 8 ár síðan Haukar fögnuðu Íslandsmeistaratitli á Strandgötunni eftir 57 ára bið eftir titlinum. Það var annar Íslandsmeistaratitill félagsins í meistaraflokki karla en síðan þá hefur liðið sigrað Íslandsmeistaratitilinn 5 sinnum til viðbótar og eru því Íslandsmeistaratitlarnir orðnir 7 samtals, þar af 6 á síðustu 8 árum.
Á laugardaginn leika strákarnir gegn liði Aftureldingar og eftir þann leik taka strákarnir við Íslandsmeistarabikarnum sem þeir tryggðu sér með sigri á Fram þann 11. apríl s.l.
Fyrsti Íslandsmeistaratitill Hauka kom árið 1943. Eftir það þurftum við Haukamenn að bíða í 57 ár en strákarnir okkar urðu fyrstu Íslandsmeistarar 21. aldarinnar með því að sigra Fram í fjórða úrslitaleik Íslandsmótsins 24. apríl 2000, sem var annar dagur páska það árið. Það var Guðmundur Karlsson sem var þjálfari Hauka þetta árið en hann hætti þjálfun liðsins eftir tímabilið og tók VIggó Sigurðsson við liðinu.
Viggó stjórnaði liðinu frá árinu 2000 þar til í janúar 2004. Á þeim tíma urðu strákarnir tvisvar sinnum Íslandsmeistarar. Þeir sigruðu KA í einni mögnuðustu úrslitarimmu fyrr og síðar árið 2001. KA menn sigruðu tvo fyrstu heimaleiki sína og okkar menn þá tvo heimaleiki sem við áttum. Þar sem KA hafnaði ofar í deildinni var oddaleikurinn á þeirra heimavelli þann 5. maí 2001. Þann leik sigruðu strákarnir okkar en þetta var einn af mögnuðustu úrslitaleikjum í manna minnum.
Árið eftir, 2002, kom ekki Íslandsmeistaratitill í hús á Ásvöllum. Þá sigrði KA Val í úrslitaviðureigninni eftir að hafa slegið okkar menn út í undanúrslitum.
Árið 2003 kom þriðji Íslandsmeistaratitill aldarinnar í hús á Ásvöllum. Þá voru það ÍRingar sem biðu lægri hlut gegn okkar mönnum, 3-1. Okkar strákar unnu fyrsta leikinn, sem fram fór á Ásvöllum, ÍRingar sigruðu svo annan leikinn, sem fram fór í Austurbergi. Síðustu tvo leiki viðureignarinnar sigruðu Haukamenn, fyrst á Ásvöllum og svo í Austurbergi þar sem Íslandsmeistarabikarinn fór á loft.
Í janúar 2004 lét Viggó Sigurðsson af störfum sem þjálfari liðsins og tók Páll Ólafsson, sem hafði verið aðstoðarmaður Viggós, við liðinu. Undir stjórn Palla urðu strákarnir Íslandsmeistarar 2004 og 2005. Árið 2004 sigruðu strákarnir okkar Val í úrslitaviðureigninni. Þeir komust í úrslitaviðureignina með því að sigra KA í undanúrslitum, unnu fyrsta leikinn, töpuðu öðrum og unnu svo oddaleikinn. Í úrslitaviðureigninni var hins vega aldrei spurning um hvort bræðrafélaganna yrði Íslandsmeistari því strákarnir okkar tóku þetta létt og sigruðu 3-0. Þetta var í fyrsta sinn til margra ára sem úrslitaviðureign fór 3-0.
Árið eftir var sama sagan upp á teningnum. Strákarnir byrjuðu á því að sigra FH 2-0 í 8 liða úrslitum. Í undanúrslitum sigruðu þeir svo Valsmenn 2-0 og í úrslitaviðureigninni mættu þeir ÍBV og sigruðu þá 3-0. 11 sigurleikir í úrslitakeppninni í röð því staðreynd, árangur sem seint verður sleginn.
Árin 2006 og 2007 kom ekki Íslandsmeistaratitill karla í hús á Ásvöllum. Árið 2006 var fyrirkomulagi Íslandsmótsins breytt og ekki leikin úrslitakeppni eins og gert hafði verið til fjölda ára. Í stað þess varð það lið sem efst var í deildarkeppni að loknu tímabili Íslandsmeistari. Árið 2006 var það Fram sem hafnaði í efsta sæti en okkar strákar í öðru sæti. Liðin voru jöfn að stigum en Fram hafði betur í innbirðisviðureignum. Árið 2007 var það Valur sem fagnaði Íslandsmeistaratitli. Það var vel við hæfi að þeir fögnuðu sigrinum á Ásvöllum eftir síðasta leik deildarinnar.
Í ár, 2008, kemur bikarinn aftur heim á Ásvelli. Strákarnir sigruðu Fram, 41-30, þann 11. apríl síðastliðin og tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn. Það er Aron Kristjánsson sem er þjálfari liðsins nú.
Á þessum fyrstu átta árum 21. aldarinnar hafa strákarnir okkar því fagnað 6 af 9 Íslandsmeistaratitlum aldarinnar. Þetta er árangur sem erfitt er að toppa.
Strákarnir taka á móti bikarnum á Ásvöllum eftir leik sinn gegn Afturelding á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan 14:15. Að sjálfsögðu ætlum við Haukamenn að fjölmenna á leikinn og fagna eins og sönnum Haukamönnum sæmir.
HAUKAR ERU, HAFA ALLTAF VERIÐ OG MUNU ALLTAF VERA BESTIR!!!
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.