17.4.2008 | 23:11
Stig er stig
Það var hörkuleikur sem fram fór í Mýrinni í kvöld þegar við haukamenn kíktum í heimsókn. Í byrjun var jafnt á öllum tölum en svo náðum við yfirhöndinni og komust í 13-9 en þá duttu Stjörnumenn í gírinn og skoruðu 6 mörk á móti 1 okkar og staðan orðin 15-14 þeim í vil. Í hálfleik var svo staðan 15-15. Í seinnihálfleik var sama baráttan til staðar og um miðjan seinnihálfleik náðum við 4 marka forustu 22-26 en því miður þá gáfum við eftir og vorum að slútta lélegum skotum og þeir komust inn í leikinn aftur. Við fengum svo víti sem hefði komið okkur yfir en Roland varði það og Stjörnumenn fengu síðustu sóknina í leiknum sem þeir náðu ekki að nýta sér. 1 stig því staðreynd og 11 leikurinn í röð sem er án taps í deildinni.
Næsti leikur er eftir 10 daga og þá koma Aftureldingsmenn í heimsókn en í þessum leik fáum við afhentan Bikarinn góða og því verður húllum hæ að Ásvöllum. Við ætlum okkur sigur í þessum leik og ekkert annað. Nánar um það síðar.
Markaskor í leiknum: Freyr 6, Gísli 6.
P.s vert er að geta þess að hann Heimir Óli tók þátt í sýnum fyrsta meistaraflokksleik í kvöld og var honum fagnað að handboltasiði inn í klefa á eftir. :) Óskum honum og einnig Tjörva sem spilaði sinn fyrsta leik gegn Akureyri til hamingju með að vera komnir í fullorðins bolta.
Stjarnan og Haukar skildu jöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Vinna að því að verja rafmagnsmöstur við Svartsengi
- Mesta áskorun lífsins
- Stargoði ný fuglategund á Íslandi
- Sex fengu 615 milljónir
- Alþjóðastarfið mætir afgangi
- Brátt verður Brettingur á meðal vor
- Á móti stuðningi við vopnakaup
- Fundu fíkniefni ætluð til sölu
- Þarf að koma til móts við ólíkar þarfir lækna
- Vill selja hlut í Landsbankanum
Erlent
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
Athugasemdir
Innilega til hamingju með þinn fyrsta og örugglega ekki þinn síðasta meistarflokksleik Heimir Óli.
Kveðja úr eyjunum
Ásta Steinunn sys
Ásta Steinunn (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.