Stig er stig

Gísli Jón ÞórissonÞað var hörkuleikur sem fram fór í Mýrinni í kvöld þegar við haukamenn kíktum í heimsókn. Í byrjun var jafnt á öllum tölum en svo náðum við yfirhöndinni og komust í 13-9 en þá duttu Stjörnumenn í gírinn og skoruðu 6 mörk á móti 1 okkar og staðan orðin 15-14 þeim í vil. Í hálfleik var svo staðan 15-15. Í seinnihálfleik var sama baráttan til staðar og um miðjan seinnihálfleik náðum við 4 marka forustu 22-26 en því miður þá gáfum við eftir og vorum að slútta lélegum skotum og þeir komust inn í Freyr Brynjarssonleikinn aftur. Við fengum svo víti sem hefði komið okkur yfir en Roland varði það og Stjörnumenn fengu síðustu sóknina í leiknum sem þeir náðu ekki að nýta sér. 1 stig því staðreynd og 11 leikurinn í röð sem er án taps í deildinni.

Næsti leikur er eftir 10 daga og þá koma Aftureldingsmenn í heimsókn en í þessum leik fáum við afhentan Bikarinn góða og því verður húllum hæ að Ásvöllum. Við ætlum okkur sigur í þessum leik og ekkert annað. Nánar um það síðar.

Markaskor í leiknum: Freyr 6, Gísli 6.

P.s vert er að geta þess að hann Heimir Óli tók þátt í sýnum fyrsta meistaraflokksleik í kvöld og var honum fagnað að handboltasiði inn í klefa á eftir. :) Óskum honum og einnig Tjörva sem spilaði sinn fyrsta leik gegn Akureyri til hamingju með að vera komnir í fullorðins bolta.


mbl.is Stjarnan og Haukar skildu jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með þinn fyrsta og örugglega ekki þinn síðasta meistarflokksleik Heimir Óli.

Kveðja úr eyjunum

Ásta Steinunn sys 

Ásta Steinunn (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband