ÍSLANDSMEISTARAR

Það voru Framarar sem voru flengdir í kvöld og um leið Íslandsmeistaratitilinn tryggður. Þessi sigur okkar var aldrei í hættu og náðum við fljótlega góðu forskoti og í hálfleik var staðan 17-12 okkur í vil. Í seinnihálfleik náður þeir aðeins að komast inn í leikinn þegar við vorum tveimur færri. Náðu að minnka muninn i 4 mörk en svo ekki söguna meir. 11 marka sigur staðreynd eða 41-30. Hornamennirnir í liðinu skoruðu meira en helming marka liðsins. Elli var með 11, Freyr 7, Þröstur 2 og Jón Karl 1. Frábær sigur og nú er bara að klára mótið með stæl.

Ég ætla að seta inn myndband sem ég bjó til og sýndi strákunum á videofundinum í gær. Smá pepp video. Gerði það líka fyrir Valsleikinn en það er ekki hægt að sýna hér vegna mikils ofbeldis, en það er hægt að nálgast það á youtube.com.

P.s. Óskar Bjarni, þú verður að afsaka en ég varð að troða þér inn í þetta myndband þar sem það virðist kveikja í nokkrum í liðinu þegar þú kemur með einhverjar yfirlýsingar. Sem sagt strákar, Óskar Bjarni sagði aldrei að Fram myndi vinna. ;)

En hér kemur videoið.


mbl.is Haukar Íslandsmeistarar í 7. sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju drengir!!!!!!!hefði verið stuð að geta verið með ykkur þarna í kvöld!!!!

kv

Formaður stuðningsmannaklúbbs MFL Hauka í Suður Kaliforníu  :)

matti (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 05:38

2 identicon

Til lukku með titilinn drengir

GP (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband