12.4.2008 | 00:15
ÍSLANDSMEISTARAR
Það voru Framarar sem voru flengdir í kvöld og um leið Íslandsmeistaratitilinn tryggður. Þessi sigur okkar var aldrei í hættu og náðum við fljótlega góðu forskoti og í hálfleik var staðan 17-12 okkur í vil. Í seinnihálfleik náður þeir aðeins að komast inn í leikinn þegar við vorum tveimur færri. Náðu að minnka muninn i 4 mörk en svo ekki söguna meir. 11 marka sigur staðreynd eða 41-30. Hornamennirnir í liðinu skoruðu meira en helming marka liðsins. Elli var með 11, Freyr 7, Þröstur 2 og Jón Karl 1. Frábær sigur og nú er bara að klára mótið með stæl.
Ég ætla að seta inn myndband sem ég bjó til og sýndi strákunum á videofundinum í gær. Smá pepp video. Gerði það líka fyrir Valsleikinn en það er ekki hægt að sýna hér vegna mikils ofbeldis, en það er hægt að nálgast það á youtube.com.
P.s. Óskar Bjarni, þú verður að afsaka en ég varð að troða þér inn í þetta myndband þar sem það virðist kveikja í nokkrum í liðinu þegar þú kemur með einhverjar yfirlýsingar. Sem sagt strákar, Óskar Bjarni sagði aldrei að Fram myndi vinna. ;)
En hér kemur videoið.
Haukar Íslandsmeistarar í 7. sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 163319
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
til hamingju drengir!!!!!!!hefði verið stuð að geta verið með ykkur þarna í kvöld!!!!
kv
Formaður stuðningsmannaklúbbs MFL Hauka í Suður Kaliforníu :)
matti (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 05:38
Til lukku með titilinn drengir
GP (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.