Hlynur að missa sig!!

Eyjamaðurinn Hlynur Sigmarsson sem sér um síðuna www.handbolti.is er alveg búin að tapa sér og fór með 1.apríl gabb á næsta level. Hann byrjaði á því að auglýsa að úrslitaleikurinn í deildarbikarnum skildi endurtekin. Svo kemur hann með magnaða lýsingu á þessu meinta leik og ég læt fólk um að lesa þetta yfir sjálft og bið menn um að athuga sérstaklega hverjir voru að dæma þennan leik og hverjir voru á tímavarðaborðinu. :)

"Haukar Deildarbikarmeistara

Haukar unnu Fram 29-28 í endurteknum úrslitaleik Deildarbikars karla þar sem allt varð vitlaust undir lokinn.


Leikurinn var æsispennandi allt frá upphafi til enda.  Það var Fram sem byrjaði betur í leiknum og náði fljótt þriggja marka forystu 4-7 en þá tóku Haukar við sé og náðu að minnka muninn fyrir leikhlé í eitt mark 13-14.

Framarar komu grimmir til leiks í siðari hálfleiks og skoruðu þrjú fyrstu mörkin og breyttu stöðunni í 13-17 og virtust ætla að gera út um leikinn strax í upphafi.  Haukar komust smám saman betur inn í leikinn og náðu loks að jafna 5 mínútum fyrir leiksloka.  26-26.  Í hönd fóru æsispennandi lokamínútur er Sigurbergur Sveinsson skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndum leiksins og lokatölur urðu eins og áður sagði 29-28.

Viggó Sigurðsson, sem var aðstoðarmaður Magnúsar Jónssonar þjálfara Fram í þessum leik fékk RAUTT að leik loknum eftir að hafa hraunað yfir dómar leiksins.  Hann sagði að það væri ótrúlegt að snúa til baka eftir 5 ára fjarveru og fá þennan skandall yfir sig.  Það væri greynilega ekki vanþörf á því að hann mundi halda fræðslu fyrir dómara þessa lands og hann biði eftir símtali frá Guðmundi Yngvarssyni formanni HSÍ um boð til að kenna þessum mönnum leikreglurnar.

Bestir í liði Haukum voru þeir Sigurbergur Sveinsson sem skoraði 7 mörk og Gunnar Berg Viktorsson sem skoraði 6 mörk.

Bestir í liði Fram voru þeir Haraldur Þorvarðarson og Halldór Jóhann Sigfússon sem skoruðu 6 mörk hvor.

Mikil reykistefna var í lok leiks þar sem á myndbandi sést greinilega að Haukar voru 9 inn á er lokamarkið var skorað og virðist eitthvað hafa klúðrast hjá dómurum og á tímavarðaborðinu undir lokinn þar sem hvorki dómarar, eftirlitsmaður né tímaverðir tóku eftir þessu.

Þá gerðist sú furðulega uppákoma er komið var að því að Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnafirði átti að afhenta bikarinn til Hauka að hann fanst ekki og mun hann víst vera enn í höndum Fram sem neita að afhenta bikarinn.  Lúðvík dó þó ekki ráðalaus og í staðinn þá skrifaði hann tékka á staðnum fyrir 5 miljónum króna sem hann afhenti Haukum að tilefni að þessum frábæra árangri.  Hann gat þess einnig að Hafnafjarðarbær væri eflaust eini aðilinn í þessu þjóðfélagi sem ætti fjármuni til brúks eftir góðan árangur þeirra í að sækja fjármuni að láni hjá írskum banka fyrir stuttu og því væri honum það mikið gleðiefni að geta stutt við bakið á Haukum með þessum hætti.

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var gríðarlega ánægður með sigur sinna drengja og sagði að nú væri réttlætinu fullnægt.  Jafnfram sagði hann, Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, ætti við í þessu hjá Haukum.  Það væri greinilegt að Haukar væru langbesta liðið hér á landi og þá hann eflaust langbesti þjálfarinn.

Magnús Jónsson, nýráðinn þjálfari Fram, sagði sorglegt að tapa þessum leik eftir að hafa átt stærstan þátt í því að ná í titilinn um áramótin.

Markaskorarar Hauka voru:

Sigurbergur Sveinsson 7, Gunnar Berg Viktorsson 6, Andri Stefan 4 Kári Kristjánsson 4, Freyr Brynjarsson 4, Elías Már Halldórsson 3 og Gísli Jón Þórisson 1.

Magnús Sigmundsson varði 10 skot og Gísli Guðmundsson 7.

Markaskorarar Fram voru:

Haraldur Þorvarðarson 6, Halldór Jóhann Sigfússon 6, Jóhann Gunnar Einarsson 5, Björn Guðmundsson 4, Andri Berg Haraldsson 3, Hjörtur Hinriksson 2 og Stefán Baldvin Stefánsson 2.

Björgvin Páll Gústavssson varði 9 skot og Magnús Erlendsson 7.

Áhorfendur voru rúmlega 2.000 og var mikil stemming á pöllunum.

Dómarar voru Sigurjón og Gústaf Bjarnasynir.

Eftirlitsmaður var Daníel Halfdánarson.

Heiðursgestir voru þeir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnafirði og Ólafur Magnússon borgarstjóri.

Tímaverðir voru þeir Páll Ólafsson og Sigurjón Sigurðsson."

Tekið af www.handbolti.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband