Sigur í Mosó

Andri Stefan GuðrunarsonSigur og 5 stiga forskot á næsta lið, ekki alslæmt. Heimamenn byrjuðu betur og settu 2 fyrstu mörkin en við byrjuðum í 5-1 / 3-2-1 vörn með Andra fyrir framan. Ekki gekk hún sem skildi og skiptum við í 6-0 vörn um miðjan fyrirhálfleik og þá fóru hjólin að snúast okkur í vil. Í hálfleik vorum við með 5 marka forustu. Í seinni hálfleik vorum við komnir í 8 marka forustu og þeir tveimur mönnum færri. Við töpuðum þeim mínutum 2-0. En við héldum þeim í góðri fjarlægð og komust þeir aldrei nær en 4 mörk. Loka staðan var svo 32-26. Andri Stefan var okkar markahæstur með 11 mörk og Gísli Jón með 5. Þess má geta að Andri var með 55% skotnýtingu (reiknið nú). Beggi ákvað að leyfa Andra bara að njóta sína og setti bara 1 mark að þessu sinni.

Næsti leikur er gegn HK að Ásvöllum næstkomandi laugardag.

Markaskor: Andri 11, Gísli 5, Jón Karl 4, Kári 4, Elli 2, Freyr 2, Beggi 1, Gunnar Berg 1, Pétur 1 og stórskyttan Arnar Jón setti eina slummu.

Gísli Guðmunds varði 11 bolta og Maggi 4.

P.s. Gúmmí Pétur tapaði veðmáli við Gisla G um hverjir færu áfram í viðureign Liverpool og Inter. :)

FB.


mbl.is Öruggur sigur hjá toppliði Hauka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ERtu alveg þrollaður, maður skorar sitt fyrsta mark í 4 mánuði og er ekki einu sinni nefndur, settur á blað hjá liðsfélaga sínum, þetta er alveg ótrúlegt, alveg gersamlega hneykslaður

Arnar Jón (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 10:21

2 identicon

Fyrirgefðu kæri vinur. Redda þessu

Freyr (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband