11.3.2008 | 23:54
Sigur í Mosó
Sigur og 5 stiga forskot á næsta lið, ekki alslæmt. Heimamenn byrjuðu betur og settu 2 fyrstu mörkin en við byrjuðum í 5-1 / 3-2-1 vörn með Andra fyrir framan. Ekki gekk hún sem skildi og skiptum við í 6-0 vörn um miðjan fyrirhálfleik og þá fóru hjólin að snúast okkur í vil. Í hálfleik vorum við með 5 marka forustu. Í seinni hálfleik vorum við komnir í 8 marka forustu og þeir tveimur mönnum færri. Við töpuðum þeim mínutum 2-0. En við héldum þeim í góðri fjarlægð og komust þeir aldrei nær en 4 mörk. Loka staðan var svo 32-26. Andri Stefan var okkar markahæstur með 11 mörk og Gísli Jón með 5. Þess má geta að Andri var með 55% skotnýtingu (reiknið nú). Beggi ákvað að leyfa Andra bara að njóta sína og setti bara 1 mark að þessu sinni.
Næsti leikur er gegn HK að Ásvöllum næstkomandi laugardag.
Markaskor: Andri 11, Gísli 5, Jón Karl 4, Kári 4, Elli 2, Freyr 2, Beggi 1, Gunnar Berg 1, Pétur 1 og stórskyttan Arnar Jón setti eina slummu.
Gísli Guðmunds varði 11 bolta og Maggi 4.
P.s. Gúmmí Pétur tapaði veðmáli við Gisla G um hverjir færu áfram í viðureign Liverpool og Inter. :)
FB.
Öruggur sigur hjá toppliði Hauka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ERtu alveg þrollaður, maður skorar sitt fyrsta mark í 4 mánuði og er ekki einu sinni nefndur, settur á blað hjá liðsfélaga sínum, þetta er alveg ótrúlegt, alveg gersamlega hneykslaður
Arnar Jón (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 10:21
Fyrirgefðu kæri vinur. Redda þessu
Freyr (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.