Sigur liðsheildarinnar gegn Stjörnunni.

SIgurbergur SveinssonÞað vannst góður og jafnframt mikilvægur sigur á Stjörnunni í dag. Leikurinn var jafn í upphafi en í seinni hluta fyrrihálfleik náðum við 3 marka forskoti 11-8. Í hálfleik var staðan svo 13-11 fyrir okkur. Í seinnihálfleik byrjuðum við mun betur og náðum mest 6 mörkum 18-12. Þeir náðu ekki að komast inn í leikinn aftur og við sigruðum 32-28. Þetta þýðir að Stjarnan er komnir 8 stigum á eftir okkur og því ekki í baráttunni lengur um Íslandsmeistaratitilinn. Við styrktum okkar stöðu á toppnum en Fram og Valur unnu bæði líka þannig að það verður barist til síðasta leiks. 9 leikir eftir og við með 4 stiga forskot á Fram.  Beggi setti 11 stykki í þessum leik og var besti maður leiksins ásamt markvörðunum Magga og Gísla. Svo má ekki gleyma vörninni hjá okkur sem var upp á sitt besta.

Arnar PéturssonAddi var öflugur í vörninni í dag.

Markaskor: Beggi 11, Freyr 6, Kári 5, Elías 3, Andri Stefan 3, Gunnar Berg 1,  Jón Karl 1, Gísli Jón 1, Halldór 1.


mbl.is Sigurbergur með 11 mörk gegn Stjörnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband