24.2.2008 | 19:48
Aldrei hætta á öðru en sigri
Það voru ákveðnir haukamenn sem mættu í Safamýrina til að sigra Framara. Í upphafi var jafnt á öllum tölum en svo síðla fyrrihálfleiks náðum við forustu sem við héldum til enda. Í hálfleik var staðan 17-15 fyrir okkur. Í seinnihálfeik náðum við mest 8 marka forustu og sigurinn því aldrei í hættu. Menn komu svo sannalega tilbúnir til leiks. Leikmenn sem áttu dapran dag á Akureyri spiluðu stjörnuleik í dag. Beggi setti 12 mörk úr 15 skotum og Andri Stefan 10 úr 14 skotum. Við spiluðum fínan varnarleik en það var sóknarleikurinn sem vann þennan leik í dag. Menn voru að skjóta mjög vel á markmenn Fram og því var lítið um markvörslu hjá þeim. Það kom ekkert annað til greina en sigur í dag og maður hafði góða tilfinningu fyrir leiknum í allan dag. Nú er komin tveggja vikna frí vegna Bikarúrslitahelgar næstu helgi. Þar mætast Valur og Fram. Ég persónulega held með Val í þessum leik, veit ekki með ykkur. Ný könnun um hvernig leikurinn fer er hér hægra megin.
Kv. FB
Haukar með öruggan sigur á Fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.