21.2.2008 | 23:20
Náðum stigi
Það var ekki mikil breyting hjá okkur síðan úr leiknum við ÍBV. Við vorum engan vegin að spila vel og það var ekki fallegur handbolti til staðar. Í fyrrihálfleik var staðan 13-8 fyrir Akureyri. Magnús fékk rautt spjald fyrir 3x2 mín hjá Akureyri og það var alveg rétt þó svo að heimamenn vilja meina að dómarar leiksins hafi verið meira hliðhollir okkur. Norðan menn spila mjög gróft og uppskáru eftir því. Í seinnihálfleik fékk svo Einar Logi rautt fyrir að kýla Begga kaldann í andlitið. Mjög líklega óviljandi en samt sem áður er það rautt spjald samkvæmt reglum. Við vorum 5 mörkum undir lengi vel en fórum af stað þegar um 12 mín voru eftir. Freyr jafnaði 24-24 eftir að Maggi hafði varið tvö dauðafæri í röð. Gunnar Berg kom okkur svo yfir í fyrsta skipti 24-25 en þá náðu heimamenn hraðupphlaupi og fengu víti ásamt því að Gunnar Berg fékk 2 mín brottvísun. Akureyri skoraði úr vítinu og tvö næstu mörkin og voru komin yfir 27-25 og 1 1/2 mín eftir. Við gáfumst ekki upp og Andri skoraði næsta mark og Halldór Ingólfsson setti jöfnunarmarkið 30 sek fyrir leikslok og þar við sat, jafntefli staðreynd og megum við vera heppnir með að ná 1 stigi.
Næsti leikur er gegn Fram í Safamýrinni á sunnudaginn kl. 16. Mikilvægasti leikur vetrarins.
Gunnar Berg var okkar besti maður og setti 8 mörk og Dóri setti 7. Gísli stóð sig vel í rammanum og Maggi kom gríðalega sterkur inn af bekknum. Þessir menn skópu þetta stig okkar en aðrir eiga miklu meira inni.
Akureyri og Haukar skildu jöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.