10.2.2008 | 18:48
Lélegt en sigur.
Sigur vannst gegn eyjamönnum í dag eftir kaflaskiptan leik. Eyjamenn byrjuðu betur og komust í 4-2 en þá fórum við loks í gang. Fyrrihálfleikur var fín af okkar hálfu og leiddum við 15-10. Í seinnihálfleik byrjuðum við betur og komust í 19-12 og svo 22-14. En þá fóru menn að vera kærulausir og í staðin fyrir að keyra yfir þá eins og við gerðum í fyrstu umferðinni þá hleyptu við þeim inn í leikinn. Eyjamenn minnkuðu muninn í 27-24 en við mörðum sigum 32-28. Það var ekki að sjá að efsta liðið væri að spila við það neðsta. Núna erum við búinir að spila tvo leiki og báðir slakir af okkar hálfu. Réttast væri að biðjast haukaáhorfendur og sjónvarpsáhorfendur afsökunar á okkar leik og er það hér með gert. Við erum efstir eins og er en með svona leikjum verður það ekki lengi. Næsti leikur er gegn Akureyri 21.feb og svo Fram 24.feb. Það er eins gott fyrir okkur að fara spila eins og menn því titillinn kemur ekki að sjálfum sér.
Markahæstu menn hjá okkur voru Kári með 7, Andri 5, Jón Karl 5, Beggi 3, Elli 3, Gísli Jón 3, Freyr 2, Gunnar 2, Arnar 2.
Gísli Guðmunds var okkar besti maður og varði 22 skot. Svo sannalega betri en enginn.
14 mörk Sigurðar dugðu Eyjamönnum ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.