Tap í fyrsta leik ársins

Það var ekki góður leikur sem við spiluðum í kvöld þegar við mættum Val. Byrjuðum ágætlega og náðum 3 marka forustu 6-9 en þá fór sóknaleikurinn að verða tilviljunakenndari og við byrjuðum að skjóta lélegum skotum. Þeir komust inn í leikinn og voru yfir 15-13 í hálfleik. Í seinnihálfleik lékum við eins og asnar og létum Óla í markinu hjá þeim verja allt of marga bolta. Fengum á okkur 17 mörk í seinnihálfleik en við skoruðum 14 sem er allt í lagi nema hvað við vorum engan vegin klárir í að spila okkar varnaleik og því fylgir oft minni markvarsla. Þetta minnti soldið á leikinn sem við töpuðum í fyrstu umferðinni gegn Stjörnunni. 

Næsti leikur er gegn ÍBV á heimavelli og þar kemur ekkert annað en sigur til greina.

markaskor: Beggi 8/12, Andri 5/10, Gunni 5/8.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband