Valur vs Haukar í kvöld - N1-deildin

N1(1)Þá er mótið loks að byrja aftur eftir langt hlé. Við haukamenn erum búnir að æfa vel og fórum í æfingaferð til Frakklands núna í lok janúar. Þar áttum við misjafna leiki en við spiluðum 3 leiki og töpuðum einum örugglega, jafntefli í þeim næsta og töpuðum síðan í síðasta leiknum með hjálp frá dómurum leiksins.

Í kvöld förum við að Hlíðarenda og mætum Valsmönnum í 5 sinn á þessu keppnistímabili. Tveir í deild og tveir í bikar. Í deild höfum við unnið einn og í hinum varð jafntefli. Í bikarnum þá unnu Valsmenn í Eimskipsbikarnum en við unnum í deildarbikarnum. Þetta verður án efa hörkuleikur og mjög mikilvægt fyrir bæði lið að ná 2 stigum.

Hjá okkur vantar ennþá Arnar Jón og svo eru Dóri og Andri Stefan tæpir. Líklega verður Andri ekkert með.

Leikurinn hefst kl. 20 að Hlíðarenda. Áhorfandi númer 555 fær frítt inn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband