19.1.2008 | 19:02
Afhverju ekki Frakkland!!!!
Frábær fyrrihálfleikur hjá strákunum þ.e.a.s. vörn og markvarsla. Hefði verið frábært ef við hefðum verið að spila við Frakkana í dag því ég held að við náum ekki svona hálfleik á morgun. Hreiðar var magnaður í rammanum í fyrrihálfleik og vörnin með Fúsa og Ásgeiri í fantaformi. Seinnihálfleikur byrjaði ekki vel og var sókarleikurinn slakur eins og á móti Svíum. Skil ekki afhverju Einar Hólmgeirs skýtur ekki á markið, hann var aldrei feimin við það þegar hann spilaði með ÍR. Svo er það García, hann á bara ekkert heima í þessu liði. Hann er alltof þungur á sér og á ekkert heima á þessu móti.
Haukamennirnir Birkir og Ásgeir voru fínir, þá sérstaklega Ásgeir sem spilaði vörnina mjög vel. Birkir leysti vel seinnihálfleikinn eftir að Hreiðar fann sig ekki eins og í fyrrihálfleik. Vignir setti eitt mark og hélt upp á það með því að fá tvær mínutur ;).
Frakkar á morgun og því miður held ég að sá leikur tapist, en maður vonar aftur á móti það besta. Ég spái 30-25 fyrir Frakka. Sóknarleikurinn verður þeim að falli.
EM: Stórsigur gegn Slóvakíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég ætla að vera bjartur og spái 29 - 29. Birkir kemur inn þegar 15. min eru eftir og lokar rammanum...spilar sig í úrvalslið mótsins
Hvað er svo í verðlaun ?
Arnar P. (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.