17.1.2008 | 21:03
Svenson með Ísland í vasanum
Ekki gekk það í kvöld frekar en síðstu 44 ár. Tap gegn Svíþjóð í vægast sagt hörmulegum leik. Tomas Svenson gjörsamlega át leikmenn okkar í kvöld og voru strákarnir orðnir hræddir og það leiðir af sér lélegri skot. Eini maðurinn sem var á lífi sóknarlega var Ólafur Stefánsson, aðrir voru einfaldlega ekki með. Markverðir okkar komust ágætlega frá sínu og vörnin var fín þegar á heildina er litið. Fallegustu mörkin áttu Ólafur þegar hann hamraði tuðruna í skeitinn í stöðunni 10-14 og svo Logi Geirsson með þessu lokamarki frá miðju, vonum bara að þetta mark hjálpi okkur ef markatala kemur til með að ákveða hvaða lið kemst áfram.
Haukamennirnir í liðinu voru fínir. Birkir var góður og verður ekki sakaður um þau mörk sem hann fékk á sig(sjá mynd ;)). Ásgeir spilaði vörnina vel en var eins og hinir staður sóknarlega. Vignir spilaði ekki mikið en hann á mikið inni.
Menn leiksins hjá Íslandi voru markverðirnir Birkir og Hreiðar ásamt Ólafi Stef.
Áfram Haukar og Ísland.
Næsti leikur á laugardaginn og sá leikur verður að vinnast annars er þetta búið spil.
Svíar sigruðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 163323
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svíþjóð var með 14 varða bolta og ísland líka, veit ekki hvað þú ert að tala um?
http://www.ehf-euro.com/mens-euro-2008/schedule-results/preliminary-round/group-d.html
Eftir 40mín var maðurinn með reynsluna sem á að taka á skarið búinn að skjóta 2svar á markið og klúðraði svo víti á 43mín, sem var mjög slæmt sálrænt. þá voru 17mín eftir og við 7 mörkum undir, en þegar maður lendir 10mörk undir eru leikur tapaður, enda óagaður og tilvinukendur handbolti þarna á ferð.
Maður leiksins var algerlega Kim Anderson, Skaut 9 sinnum og skoraði 5mörk
Við héldum bara að við ættum 2,3,4,5 menn eins og Anderson, sem geta takið sig saman og unnið svona leik milli tveggja þjóða sem eru 9-16 bestu á EM.
Logi, Snorri, Einar reyndu, voru með lélega nýtingu.
Óli, Garcia, þorðu ekki að skjóta, Garcia með 2 klikk og gafst upp, Óli með 4 skot á markið í 45mín.
48- 48 í skotum á markið, 14 varið í báðum liðum = við skutum 15sinnum framhjá!!!
Johnny Bravo, 17.1.2008 kl. 21:31
Ég get nú ekki alveg verið sammála ykkur um það að Birkir hafi staðið sig neitt voðalega vel, við vorum nokkur saman og vorum alveg komin með nóg af Birki og Alfreð hefði átt að skipta honum mun fyrr útaf!!!
Andresína (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 21:39
Vá hvað ég er rosalega sammála Johnny Bravo!
Óli Stef var algerlega ömurlegur eins og langflestir nema markmennirnir sem að vörðu þó eitthvað í síðari hálfleik, jafngötótt og vörnin var þá.
Ætla ekki að taka það af okkar mönnum að varnarleikurinn var góður í fyrri en ekki góð sókn, um leið og Alfreð fattar það fer hann að hræra allduglega í ömurlegu deigi og úr verður enn verra deig heldur en að hann byrjaði með! Vörnin lélegri og sókn líka!!
Fannst líka óþolandi á kaflanum þegar að við skoruðum ekki í 10 mín eða eitthvað þannig að engin vildi taka af skarið. Garcia, fyrirliðinn og reynsluboltinn Óli, Snorri og Guðjón eru allir handboltamenn í heimsklassa(leyfi mér að staðhæfa það) og allaveganna einn hefði átt að stíga upp.
Einu einstaklingsframlögin í leiknum voru 2 skot hjá Óla, Logi brýst í gegn og þegar að við klúðruðum ekki hraðaupphlaupi vegna þess að Alexander Petersson ákvað að gefa ekki heldur negla bara sjálfur og skora!
Vandræðin byrjuðu samt þegar að Robbi klúðrar 2 í dauðafæri og þá er markvörður Svía búinn að vinna okkur sálfræðilega séð!
Alli (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 21:55
Garcia samt ekki í heimsklassa! Villtist þarna inn fyrir mistök!
Alli (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.