28.12.2007 | 22:15
Úrslitaleikurinn á morgun í Höllinni
Það var hart barist í kvöld þegar við unnum Val í undanúrslitum deildarbikarsins 27-26. Við byrjuðum betur og komust í 3-1 en þá fóru Valsmenn í gang og komust í 4-9. Við náðum að rétta úr okkar hlut og staðan í hálfleik var 13-14 fyrir Val. Seinni hálfleikur byrjaði ekki vel fyrir okkur því þeir skoruðu fyrstu 2 mörkin. Við ætluðum ekki að tapa þessum leik og girtum okkur í brók og jöfnuðu leikinn 19-19. Jafnt var á öllum tölum þar til í stöðunni 22-22 en þá náðum við að koma þeim aðeins frá okkur og þegar 6 mín voru eftir var staðan 25 - 22. Í stöðunni 27-24 gáfum við soldið eftir og þeir fengu tækifæri til að jafna þar sem þeir áttu síðustu sókn leiksins þegar 12 sek voru eftir, Maggi varði skot frá Erni og Andri náði frákastinu og leikurinn búin. Sigur í leik þar sem dómarar leiksins voru ekki alveg í takt og ef eitthvað er þá hallaði á okkur frekar en Val. Það sem skipti máli var að við létum ekki dómarana fara allt of mikið í taugarnar á okkur heldur spiluðum okkar leik með Halldór Ingólfsson fremstan í flokki jafningja. Kallinn setti 7 mörk samkvæmt mogganum og átti ófáar stoðsendingar. Tvímannalaust maður leiksins.
Á morgun verður úrslitaleikurinn gegn Fram en þeir lögðu Stjörnuna í hörku spennandi leik. Leikurinn hefst kl.16 í laugardalshöllinni. Nú er bara að mæta og styðja Haukana til sigurs.
![]() |
Haukar í úrslit deildabikarsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 163525
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er menn hættir að skrifa á síðuna.. ????
Magnús (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.