14.12.2007 | 23:15
Frábær sigur á HK
Liðsheildin mætti tilbúin til leiks í Digranesið í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik 14-13 okkur í vil. Í fyrrihálfleik var það vörnin sem stóð fyrir sínu og Beggi dróg vagninn í sókninni en hann skoraði 6 mörk öll í fyrri hálfleik. Í seinni hálfeik mættum við tilbúnir til leiks og náðum góðu forskoti um miðjann hálfleikinn 25-19. En þá fóru HK-menn í 3-3 vörn og við manni færri nokkrum sinnum. Þeir minnkuðu muninn í eitt mark 26-25 en þá kom Andri Stefan inn á og skorði 2 og fiskaði eitt víti. Á þessum tímapunkti varði Maggi líka eins og rotta. Andri Stefan var ekki mikið með í leiknum fram að þessu en kom svo og kláraði leikinn fyrir okkur sóknalega. Dóri var öflugur í þessum leik og átti oftar en ekki mikilvæg mörk en hann setti 6 í leiknum. Svo er vert að minnast á Pétur "Hulk" Pálsson en hann kom inn í hægra hornið og setti 3 kringlumörk úr 3 skotum. Maggi kláraði svo leikinn með þvi að skora yfir endilangan völlinn um leið og flautan gall. Enn og aftur var það liðsheildin sem skóp þennan sigur og við því pottþétt með fyrsta sætið fyrir jólafrí.
Næsta verkefni er deildarbikarinn en hann fer fram dagana 28 og 29. desember. Við spilum við það lið sem endar í 4.sæti eftir 14 leiki.
Að lokum er vert að þakka þeim haukamönnum sem mættu á leikinn og stóð með okkur í pöllunum, það var án efa meiri stemning hjá okkar stuðningsmönnum en hjá HK - fólkinu. Frábærir stuðningsmenn sem við Haukamenn eigum.
Mörk; Beggi 6/9, Dóri 6/10, Pétur 3/3, Kári 3/3, Gunnar Berg 3/6, Freyr 3/7, Andri 2/3, Gísli Jón 2/5, MAGGI SIGMUNDS 1/1, Jón Karl 1/3.
Maggi varði 15 bolta og Gísli 3.
Haukar unnu toppslaginn gegn HK | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- HSÍ
- Sport.is
- Handbolti í Reykjanesbæ HKR
- SportTV með boltann í beinni Sport TV
- Heimasíða Hauka HAUKAR
Leikmenn
Hverjir eru að spila með Haukunum í ár
- Leikmenn tímabilið 2012-2013 Leikmenn 2012-2013
Næstu leikir
Íslandsmótið í handbolta 2007-2008
- Næstu leikir N1 - deildin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.