HK-Haukar föstudag kl.19:15

Annað kvöld förum við haukamenn í Digranesið og tökum þar á HK-ingum. Þetta verður án efa hörkuleikur en HK er í öðru sæti í deildinni. Í fyrstu umferðinni unnum við þá nokkuð örugglega eftir jafnan fyrrihálfleik. Þeir töpuðu síðasta leik í deildinni gegn Fram og koma án efa tilbúnir til leiks en það verðum við líka. Þeir eru með sterka menn í hverri stöðu og við þurfum að ná upp okkar varnaleik og markvörslu ef við ætlum okkur sigur. Sigur í þessum leik setur þá 6 stigum á eftir okkur en þeir eiga leik inni gegn Val. Mætum og styðjum haukamenn til sigurs.

Arnar Jón AgnarssonArnar Jón verður ekki með þar sem að það komst upp að hann er ökklabrotinn og hefur spilað þannig síðustu tvo mánuðina. Hörkunagli þar á ferð en hann fór í aðgerð í dag á fætinum og verður frá í 6-8 vikur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sannur eyjamaður !!! hann Arnar !

A-ið (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband