Baráttusigur gegn Aftureldingu

Það var ekki glæsilegur fyrri hálfleikur sem við sýndum í kvöld. Þó byrjuðum við betur en um miðjan hálfleikinn varð sóknaleikurinn tilviljunarkenndur og vörn ásamt markvarsla var lítil sem engin. Mosfellingar komust inn í leikinn og voru mest 3 mörkum yfir 10-13, staðan var svo 11-13 í hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við ákveðnir í að bæta okkar leik og berjast til síðasta dropa fyrir tveimur stigum. Gísli fór í gang í markinu eftir að hann varði viti og við fórum í 5-1 vörn með Andra fyrir framan. Við komust svo yfir 18-17 og þá var ekki aftur snúið, fórum mest í 4 marka forustu og loka staðan varð svo 29-26. Markahæstu menn voru Arnar Jón með 7/9, Freyr með 5/5, Andri með 5/8. Gísli G varði 16 tuðrur og komu flestir þeirra í seinni hálfleik.

Næsti leikur er svo gegn HK en sá leikur er 4 stiga leikur þar sem þeir geta jafnað okkur á stigum ef þeir vinna okkur og leikinn sem þeir eiga inni. Ef við vinnum þá verða þeir 4 stigum fyrir aftan okkur. Enn einn úrslitaleikurinn í þessari deild.

Freyr Brynjarsson      Arnar Jón Agnarsson    Andri Stefan Guðrunarson  Gísli Guðmundsson

Valinn var svo besti leikmaðurinn í hálfleik og var það hann Tóti sem vann þennan eftirsótta titill.

Þórður Rafn Guðmundsson


mbl.is Haukar náðu fjögurra stiga forskoti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband