Sigur liðsheildarinnar

Kári Kristján KristjánssonÞað var stjörnufall í kvöld þegar við unnum góðan sigur gegn Stjörnunni í Mýrinni. Leikurinn var jafn á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik en þeir náðu að vera einu marki yfir þegar flautað var til leikhlés 12-11. Í seinni hálfleik hélt vörnin okkar að skila sínu og nýtingin var góð hjá flestum í sókninni. Kári Kristján fór fyrir þeim pakkanum og setti 5 úr 5 skotum þar af var ein gríðalega falleg kringla úr hægra horninu. Jón Karl var öruggur úr vítunum en hann setti 5 af 6 vítum sínum í leiknum. Andri setti 6 stykki úr 8 skotum. Maggi varði svo 12 bolta í markinu og Gísli 5. Góður sigur þar sem liðsheildin sigraði einstaklingana.

Næsti leikur er gegn Val á sunnudaginn kl.16 að Hlíðarenda í 8-liða úrslitum bikarsins. Sá leikur verður sýndur í sjónvarpinu

 

Markaskor í leiknum: Andri Stefan 6/8, Kári Kristján 5/5, Jón Karl 5/6, Arnar Jón 4/12, Gunnar Berg 3/4, Þröstur 2/3, Gísli  Jón 1/2, Freyr 1/3, Beggi 1/4.

Jón Karl Björnsson    Andri Stefan Guðrunarson


mbl.is Haukar áfram á toppnum eftir sigur á Stjörnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband