Efsta sætið í N-1 deildinni okkar

Í dag var lagt af stað til eyja og þar mættum við ekki svo frískum eyjamönnum. Þessi leikur vorum við með í hendi okkar frá fyrstu mínútu. Staðan í hálfleik var 18-9 okkur í vil og lokastaða var 23-37 haukamönnum í vil.

Halldór Ásgrímur IngólfssonLeiðinlegt atvik gerðist í leiknum þegar Sigurður Bragason réðst að Halldóri Ingólfsyni og reyndi ítrekað að kýla hann. Dóri stoppaði hann vel í vörninni en þá ætlaði Sigurður að kýla hann. Ef ekki hefði verið fyrir Kára Kristján sem náði að halda aðeins í hendina á Sigga þannig að hann náði ekki neinu alvöru höggi en þetta var klárlega rautt spjald á Sigurð. Sigurður er greinilega ennþá eitthvað ósáttur við Dóra síðan 2005 en þá lenti þeim saman í úrslitaeigvíginu það ár. Held að Siggi ætti að koma upp á land og ræða við Dóra um þetta mál því eitthver misskilningur er hér á ferð.

Markahæstu menn voru: Jón Karl 7 þar af 4 víti, Andri 6, Arnar Jón 6, Freyr 6, Gunnar Berg 4, Tóti 3, Kári 2, Þröstur 1, Arnar P 1 og Halldór 1.

Gísli stóð í markinu allann leikinn og varði mjög vel og var ásamt vörn okkar besti maður leiksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Siggi hélt að Dóri hefði eitthvað verið að skjóta á gerviaugað en það er víst argasti misskilningur.

Auðvitað er ekki alveg kveikt á öllum perum í ljósaseríunni hjá Sigurði Bragasyni, það er ljóst. 

Þórir Burkni (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013
HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Meistaraflokkur karla hjá Haukunum blogga um tímabilið 2012-2013

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband